Búningsherbergi Man Utd hlerað 12. nóvember 2005 14:05 MYND/The Sun. Spólurnar sem bárust til blaðsins. Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Götublaðinu The Sun bárust upptökurnar frá millilið en mjög svo óvænt þá ákvað ritstjórn blaðsins að afhenda þær til Manchester United. "Við erum blaðinu þakklátir fyrir að vekja athygli okkar á þessu öryggisrofi. Við höfum sett af stað okkar eigin rannsókn og munum kalla til lögreglu ef nauðsyn krefur." sagði Phil Townsend, upplýsingafulltrúi Man Utd. Einhver óprúttinn aðili náði að koma hlerunartækinu fyrir inni í búningsherberginu en um er að ræða lítinn útvarpssendi. Þessi aðili sat svo í hæfilegri fjarlægð með útvarpstæki og tók upp yfir tvo klukkutíma af efni. Þar má heyra hvað Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man Utd segir við leikmenn sína fyrir leik, í hálfleik og eftir leik þar sem einnig má heyra fagnaðarlæti leikmanna eftir 1-0 sigurinn á Chelsea. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand heyrist segja að þessi sigur ætti að þagga niður í gagnrýniröddum. Rio hrósaði svo Paul Scholes fyrir frammistöðu sína í leiknum og spurði hann hvað hann ætlaði að gera um kvöldið. Sir Alex heyrist gefa Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy skilaboð um að bæta leik sinn og sagði leikmönnum að hafa sérstakar gætur á Claude Makelele og dekka hann stíft.Von á fleiri upptökum The Sun segir að milliliðurinn sem færði þeim upptökurnar hefði þau skilaboð frá "hópnum" sem ber ábyrgð á upptökunum að búast megi við fleiri slíkum upptökum. Hópurinn kvaðst ætla að koma einnig fyrir hlerunarbúnaði í búningsherbergi Chelsea fyrir næsta heimaleik sinn á Stamford Bridge. Komi eitthvað krassandi þar fram muni þær upptökur vera falar fyrir tugi þúsunda punda. Það er því ljóst að úrvalsdeildarfélögin í Englandi verða á nálum fyrir næstu heimaleiki sína fyrst von er á því að herlunarbúnaður geti leynst inni í búningsherbergjum þeirra. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Fleiri fréttir Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sjá meira
Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Götublaðinu The Sun bárust upptökurnar frá millilið en mjög svo óvænt þá ákvað ritstjórn blaðsins að afhenda þær til Manchester United. "Við erum blaðinu þakklátir fyrir að vekja athygli okkar á þessu öryggisrofi. Við höfum sett af stað okkar eigin rannsókn og munum kalla til lögreglu ef nauðsyn krefur." sagði Phil Townsend, upplýsingafulltrúi Man Utd. Einhver óprúttinn aðili náði að koma hlerunartækinu fyrir inni í búningsherberginu en um er að ræða lítinn útvarpssendi. Þessi aðili sat svo í hæfilegri fjarlægð með útvarpstæki og tók upp yfir tvo klukkutíma af efni. Þar má heyra hvað Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man Utd segir við leikmenn sína fyrir leik, í hálfleik og eftir leik þar sem einnig má heyra fagnaðarlæti leikmanna eftir 1-0 sigurinn á Chelsea. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand heyrist segja að þessi sigur ætti að þagga niður í gagnrýniröddum. Rio hrósaði svo Paul Scholes fyrir frammistöðu sína í leiknum og spurði hann hvað hann ætlaði að gera um kvöldið. Sir Alex heyrist gefa Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy skilaboð um að bæta leik sinn og sagði leikmönnum að hafa sérstakar gætur á Claude Makelele og dekka hann stíft.Von á fleiri upptökum The Sun segir að milliliðurinn sem færði þeim upptökurnar hefði þau skilaboð frá "hópnum" sem ber ábyrgð á upptökunum að búast megi við fleiri slíkum upptökum. Hópurinn kvaðst ætla að koma einnig fyrir hlerunarbúnaði í búningsherbergi Chelsea fyrir næsta heimaleik sinn á Stamford Bridge. Komi eitthvað krassandi þar fram muni þær upptökur vera falar fyrir tugi þúsunda punda. Það er því ljóst að úrvalsdeildarfélögin í Englandi verða á nálum fyrir næstu heimaleiki sína fyrst von er á því að herlunarbúnaður geti leynst inni í búningsherbergjum þeirra.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Fleiri fréttir Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik