Sport

Eru dagar Alain Perrin taldir?

Svo virðist sem Alain Perrin sitji í heitasta stjórastólnum í ensku úrvalsdeildinni í dag
Svo virðist sem Alain Perrin sitji í heitasta stjórastólnum í ensku úrvalsdeildinni í dag NordicPhotos/GettyImages

Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth virðist loksins vera að missa þolinmæðina í garð knattspyrnustjórans Alain Perrin, sem hefur aðeins stýrt liðinu til sigurs í fjórum af tuttugu leikjum síðan hann tók við á síðasta tímabili. Það er versti árangur nokkurs stjóra í sögu félagsins.

"Alain er góður maður og hann vinnur vel og undirbýr liðið vel, en hann verður að ná því besta út úr leikmönnum sínum og það hefur ekki gengið vel hingað til," sagði Mandaric og veltir fyrir sér hvort hann þurfi jafnvel stríðsmann til að taka við liðinu.

"Kannski er þetta spurning um tungumálaerfiðleika. Kannski þurfum við mann sem nýtur virðingar annara stjóra eins og Neil Warnock hjá Sheffield United. Kannski þurfum við baráttuhund frekar en prófessor," sagði Mandaric.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×