Sport

Stuðningsmennirnir voru frábærir

Alex Ferguson getur andað léttar eftir sigurinn á Chelsea í gær
Alex Ferguson getur andað léttar eftir sigurinn á Chelsea í gær NordicPhotos/GettyImages

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að stuðningur áhorfenda hefði gert gæfumuninn fyrir ungt lið sitt í sigrinum gegn Chelsea í gær. Hann hrósaði líka skapgerð ungu leikmannanna í liðinu, en blæs á að hann hafi verið undir pressu með að vinna leikinn.

"Ungu strákarnir stóðu sig vel og réðu ferðinni í klukkutíma. Eftir það var nokkur pressa á okkur, en það er það sem búast má við þegar maður spilar við meistarana. Við höfum vanalega verið í þeirri aðstöðu sjálfir í gegn um árin," sagði Ferguson.

"Stuðningur áhorfenda var liðinu líka gulls ígildi og ég vona svo sannarlega að þeir verði jafn duglegir að hvetja okkur í framtíðinni, því þegar áhorfendurnir eru svona vel inni í leiknum, setur það meiri pressu á leikmennina að ná árangri á vellinum," sagði Ferguson, sem ekki vildi kannast við að vera undir pressu.

"Við spiluðum einu sinni þrettán leiki í röð án sigurs og þá var miklu meiri pressa heldur en núna. Menn eru sem betur fer fljótir að gleyma erfiðu tímunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×