Sport

Manchester United mætir Chelsea í dag

NordicPhotos/GettyImages

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í enska boltanum í dag þegar Manchester United tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea. Leikur liðanna hefst klukkan 16, en klukkan 14 eigast við Everton og Middlesbrough.

Jose Mourinho viðurkenndi í gær að töpin gegn Charlton í bikarnum og Betis í Meistaradeildinni hefðu verið sér að kenna og sagði að hann bæri ábyrgð á því að koma liðinu á réttan kjöl.

"Þegar allt kemur til alls, er það ég sem ber ábyrgð á liðinu og mér kann að hafa mistekist í þessum leikjum. Ég hefði átt að koma auga á að ekki var allt með felldu og ég brást ekki nógu skjótt við þegar ég sá hvað þurfti að laga," sagði Mourinho og bætti við að það hefði verið betra að tapa fyrir Betis og koma auga á það sem að var, í stað þess að gera jafntefli og takast þá jafnvel ekki á við það.

"Leikurinn við Manchester United verður erfiður og mér er alveg sama í hvaða sæti þeir eru í deildinni, í mínum augum eru lið eins og Manchester United og Arsenal alltaf þau lið sem veita okkur harðasta keppni," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×