Hjálpum þeim gefið aftur út 2. nóvember 2005 17:31 Hjálparsveitin svokallaða sem söng Hjálpum þeim fyrir um 20 árum. Einar Bárðarson tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður ætla að gefa út nýja útgáfu af laginu „ Hjálpum þeim " . Stefnt er að því að lagið verði komið í sölu um næstu mánaðamót. Lagið Hjálpum þeim var fyrst hljóðritað árið 1986 og selt til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar vegna hungursneyðar í Eþíópíu. Hópur þjóðþekktra söngvara söng í laginu, þar á meðal Bubbi Morthens, Diddú, Kristján Jóhannsson og Björgvin Halldórsson svo einhverjir séu nefndir. Að sögn Einars Bárðarsonar rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar rétt eins og árið 1986 þegar lagið var fyrst gefið út. Aðspurður um kveikjuna að útgáfunni segir Einar að það hafi komið til tals í samtölum hans, höfunda lagsins, Björgvins Halldórssonar og Þorvaldar Bjarna að vegna hörmunganna í kjölfar jarðskjálftans í Pakistan væri tækifæri til að reyna við lagið á nýjan leik og vonandi safna peningum sem Hjálparstofnun kirkjunnar gæti nýtt á svæðinu. Aðspurður hvort þeir hefðu þegar fengið vilyrði frá einhverjum söngvurum segir Einar að síðustu vikur hafi farið í alls kyns undirbúning og verið sé að byrja að hafa samband við þá söngvara sem þeir vilji að syngi í nýju útgáfunni. Hann eigi ekki von á öðru en að helstu söngstjörnur landsins taki vel í að syngja í nýju útgáfunni . Einar segir að aðstandendur verkefnisins hafi ekki enn sett sér nein markmið varðandi sölu. Hann vonist til þess að hin nýja útgáfa falli vel í kramið og fólk styðji framlagið. Nýja lagið verður tekið upp nú í nóvember og reiknað er með að það fari að hljóma á öldum ljósvakans upp úr miðjum mánuðinum. Platan er svo væntanleg í verslanir og lagið á Tónlist.is um næstu mánaðamót. Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Einar Bárðarson tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður ætla að gefa út nýja útgáfu af laginu „ Hjálpum þeim " . Stefnt er að því að lagið verði komið í sölu um næstu mánaðamót. Lagið Hjálpum þeim var fyrst hljóðritað árið 1986 og selt til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar vegna hungursneyðar í Eþíópíu. Hópur þjóðþekktra söngvara söng í laginu, þar á meðal Bubbi Morthens, Diddú, Kristján Jóhannsson og Björgvin Halldórsson svo einhverjir séu nefndir. Að sögn Einars Bárðarsonar rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar rétt eins og árið 1986 þegar lagið var fyrst gefið út. Aðspurður um kveikjuna að útgáfunni segir Einar að það hafi komið til tals í samtölum hans, höfunda lagsins, Björgvins Halldórssonar og Þorvaldar Bjarna að vegna hörmunganna í kjölfar jarðskjálftans í Pakistan væri tækifæri til að reyna við lagið á nýjan leik og vonandi safna peningum sem Hjálparstofnun kirkjunnar gæti nýtt á svæðinu. Aðspurður hvort þeir hefðu þegar fengið vilyrði frá einhverjum söngvurum segir Einar að síðustu vikur hafi farið í alls kyns undirbúning og verið sé að byrja að hafa samband við þá söngvara sem þeir vilji að syngi í nýju útgáfunni. Hann eigi ekki von á öðru en að helstu söngstjörnur landsins taki vel í að syngja í nýju útgáfunni . Einar segir að aðstandendur verkefnisins hafi ekki enn sett sér nein markmið varðandi sölu. Hann vonist til þess að hin nýja útgáfa falli vel í kramið og fólk styðji framlagið. Nýja lagið verður tekið upp nú í nóvember og reiknað er með að það fari að hljóma á öldum ljósvakans upp úr miðjum mánuðinum. Platan er svo væntanleg í verslanir og lagið á Tónlist.is um næstu mánaðamót.
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira