David Gold, stjórnarformaður Birmingham, segir að þrátt fyrir slakt gengi liðsins í undanförnum leikjum, sé staða Steve Bruce örugg hjá félaginu og segist ennfremur ekki geta hugsað sér betri mann til að koma liðinu aftur á beinu brautina.
"Þetta er erfið barátta, en ég gæti ekki fengið betri mann en Steve Bruce til að koma okkur út úr erfiðleikunum. Það er vissulega leiðinlegt að vera að berjast á botninum, en ég er viss um að liðið kemst á góðan skrið ef það nær að vinna einn eða tvo leiki," sagði Gold.