Innlent

Sjórinn gengur yfir Kolbeinsey

Svona leit Kolbeinsey út í dag.
Svona leit Kolbeinsey út í dag. Páll Geirdal

Kolbeinsey hefur látið töluvert á sjá á undanförnum árum eins og sjá má af þessari mynd sem Páll Geirdal, yfirstýrimaður í flugdeild Landhelgisgæslunnar, úr TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar sem var á eftirlitsflugi úti fyrir Norðurlandi í dag. 

Landhelgi Íslands er mun stærri en hún ella væri vegna Kolbeinseyjar og því hefur verið lögð mikil áhersla á að halda henni við. Nágrannaríki Íslands voru allt annað en sátt við þá ákvörðun Íslendinga árið 1975 að miða útfærslu Landhelginnar í 200 sjómílur við legu Kolbeinseyjar og Grímseyjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×