Fólkið neitar sök 17. október 2005 00:01 Aðalmeðferð og vitnaleiðslur fóru fram í máli Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsardóttur sem sökuð eru um húsbrot og stórfelld skemmdarverk á Hótel Nordica í sumar. Þar ruddust þau inn í ráðstefnusal álráðstefnu og slettu skyri blönduðum grænum matarlit á gesti og innanstokksmuni. Þegar er búið að dæma breskan mann að nafni Paul Geoffrey Gill fyrir aðild að málinu, en hann hlaut skilorðsbundið mánaðarfangelsi. Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi bar vitni í málinu í gær, en hún var uppi á sviði þegar fólkið kom með skyrið. Hún sagði mikla hræðslu hafa brotist út meðal ráðstefnugesta, sérstaklega erlendu gestanna. "Ég fór úr jakkanum og hljóp burt," sagði hún og lýsti hvernig hún hefði skýlt sér bak við gardínu. "Svo fann ég strax á lyktinni að þetta var skyr eða mjólkurdrykkur," sagði hún og kvaðst hafa róað gestina með því. Deilt er um hvort eignaspjöllin með skyrslettunum hafi verið stórfelld. Í máli Pauls Gill var bótakröfum vísað frá, en þá námu þær um tveimur milljónum króna. Seinna kom í ljós að hlutir sem sagðir voru ónýtir höfðu bara orðið fyrir skemmdum og taldi hótelið að ekki næmi kostnaði að meta þá. Því er nú bara gerð krafa um greiðslu á kostnaði við hreinsistarf í hótelinum. Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Örnu Aspar, gagnrýndi útreikning hótelsins harðlega við meðferð málsins. "235 þúsund króna reikningur fyrir teppahreinsun er ótrúlegur," sagði hann og benti á að sólarhringsleiga á teppahreinsivél í byggingarvöruverslun væri um 1.700 krónur og taldi verkið tæpast geta hafa staðið í nema tvo til þrjá tíma. Þá sagði hann með ólíkindum að meðallaun þeirra sem komu að hreinsunninni virtust nema 425 þúsund krónum á mánuði, en nítján starfsmenn komu að hreinsun, þeirra á meðal hótelstjórinn. Einnig er deilt um hvort mótmælin teljist húsbrot, en verjendurnir vilja meina að önnur lögmál gildi um hótel og opinbera staði, en gilda um heimili í þeim efnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Aðalmeðferð og vitnaleiðslur fóru fram í máli Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsardóttur sem sökuð eru um húsbrot og stórfelld skemmdarverk á Hótel Nordica í sumar. Þar ruddust þau inn í ráðstefnusal álráðstefnu og slettu skyri blönduðum grænum matarlit á gesti og innanstokksmuni. Þegar er búið að dæma breskan mann að nafni Paul Geoffrey Gill fyrir aðild að málinu, en hann hlaut skilorðsbundið mánaðarfangelsi. Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi bar vitni í málinu í gær, en hún var uppi á sviði þegar fólkið kom með skyrið. Hún sagði mikla hræðslu hafa brotist út meðal ráðstefnugesta, sérstaklega erlendu gestanna. "Ég fór úr jakkanum og hljóp burt," sagði hún og lýsti hvernig hún hefði skýlt sér bak við gardínu. "Svo fann ég strax á lyktinni að þetta var skyr eða mjólkurdrykkur," sagði hún og kvaðst hafa róað gestina með því. Deilt er um hvort eignaspjöllin með skyrslettunum hafi verið stórfelld. Í máli Pauls Gill var bótakröfum vísað frá, en þá námu þær um tveimur milljónum króna. Seinna kom í ljós að hlutir sem sagðir voru ónýtir höfðu bara orðið fyrir skemmdum og taldi hótelið að ekki næmi kostnaði að meta þá. Því er nú bara gerð krafa um greiðslu á kostnaði við hreinsistarf í hótelinum. Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Örnu Aspar, gagnrýndi útreikning hótelsins harðlega við meðferð málsins. "235 þúsund króna reikningur fyrir teppahreinsun er ótrúlegur," sagði hann og benti á að sólarhringsleiga á teppahreinsivél í byggingarvöruverslun væri um 1.700 krónur og taldi verkið tæpast geta hafa staðið í nema tvo til þrjá tíma. Þá sagði hann með ólíkindum að meðallaun þeirra sem komu að hreinsunninni virtust nema 425 þúsund krónum á mánuði, en nítján starfsmenn komu að hreinsun, þeirra á meðal hótelstjórinn. Einnig er deilt um hvort mótmælin teljist húsbrot, en verjendurnir vilja meina að önnur lögmál gildi um hótel og opinbera staði, en gilda um heimili í þeim efnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira