Faldi hass í holri bók 17. október 2005 00:01 37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. Konan var gripin við tollskoðun á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Talið var í ákæru að hassið hefði verið ætlað til sölu, en það hafði hún falið innan í bók um Harry Potter, en búið var að skera úr síðum og búa þannig til holrúm. Saksókn málsins miðaði hins vegar ekki við að konan hefði flutt inn efnin í söluskyni, og var sú breyting bókuð við meðferð málsins. Konan játaði að hafa flutt inn efnin, en kvað þau hafa verið ætluð til neyslu. "Hún sagðist fara létt með að svæla þetta á nokkrum dögum, ef ég man rétt," segir Sævar Lýðssson, fulltrúi Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður konunnar, taldi þó líklegra að efnanna hefði átt að neyta í einhverju veisluhaldi hér, án þess þó að þar um lægi nokkuð staðfest. Konan er tónlistarmaður og starfar með hljómsveit í Danmörku. Guðmundur sagði hana ekki gera athugasemdir við dóminn og að honum yrði ekki áfrýjað. Sævar sagði dóminn í samræmi við dómavenju í málum sem þessum. Þetta væri hennar fyrsta brot og hún ekki búsett hér á landi. Hann taldi hægt að miða við sem þumalputtareglu að mánaðarfangelsi lægi við að smygla kílói af hassi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira
37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. Konan var gripin við tollskoðun á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Talið var í ákæru að hassið hefði verið ætlað til sölu, en það hafði hún falið innan í bók um Harry Potter, en búið var að skera úr síðum og búa þannig til holrúm. Saksókn málsins miðaði hins vegar ekki við að konan hefði flutt inn efnin í söluskyni, og var sú breyting bókuð við meðferð málsins. Konan játaði að hafa flutt inn efnin, en kvað þau hafa verið ætluð til neyslu. "Hún sagðist fara létt með að svæla þetta á nokkrum dögum, ef ég man rétt," segir Sævar Lýðssson, fulltrúi Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður konunnar, taldi þó líklegra að efnanna hefði átt að neyta í einhverju veisluhaldi hér, án þess þó að þar um lægi nokkuð staðfest. Konan er tónlistarmaður og starfar með hljómsveit í Danmörku. Guðmundur sagði hana ekki gera athugasemdir við dóminn og að honum yrði ekki áfrýjað. Sævar sagði dóminn í samræmi við dómavenju í málum sem þessum. Þetta væri hennar fyrsta brot og hún ekki búsett hér á landi. Hann taldi hægt að miða við sem þumalputtareglu að mánaðarfangelsi lægi við að smygla kílói af hassi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira