Hættuleg efni láku úr Akrafelli
Eiturefnakafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú við störf um borð í Akrafelli, flutningaskipi Samskipa þar sem það liggur við Vogabakka í Reykjavík. Tilkynning barst upp úr miðnætti þess efnis að hættuleg efni hefðu lekið út í skipinu og voru eiturefnakafarar kallaðir til. Ekki stafar almannahætta vegna lekans en svæðið verður lokað meðan komist verður fyrir hann og efnin hreinsuð upp.