Hnuplað fyrir milljarða 11. október 2005 00:01 Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Það er ljóst að þjófnaður í verslunum á Íslandi er talsvert vandamál, að minnsta kosti ef litið er á þá háu tölu sem sýnir umfang þess. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var umfangi og ástæðum rýrnunar vegna þjófnaða og svika í verslunum í tuttugu og fimm Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, þá stálu landsmenn fyrir 1,8 milljarða króna í fyrra. Athygli vekur, í samanburði við hin löndin, að þjófnaður starfsmanna í verslunum er mestur hér á landi, en þjófnaður viðskiptavina minnstur. Mestum verðmætum er stolið í fataverslunum, raftækjaverslunum og öðrum sérverslunum, og miklu er einnig stolið í dagvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sigurðsson, segir oft sama fólkið ítrekað tekið fyrir þjófnað, fólk á öllum aldri. Nánast öllu sé stolið, allt frá geisladiskum, matvörum upp í sjónvarpstæki. Gunnar nefnir sem dæmi mann sem komið hafi á hækjum inn í verlsunina og sett sjónvarp í innkaupakerru og fengið aðstoð starfsmanns við að koma tækinu, ógreiddu, út í bíl. Hann hafi svo verið nappaður þegar hann náðist. En hvers vegna stelur fólk? Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir ýmsar ástæður vera fyrir því; blankheit og ýmislegt annað. Þórarinn Hjaltason segir að þeir sem eru stelsjúkir gangist undir svipaða meðferð og þeir sem stríða við spilafíkn. Unnið sé með hugræna þáttinn og reynt að fá einstaklinginn til þess að skilja afleiðingar gjörða sinna, og einnig að fá hann, ef hann stelur áfram, til þess að skila vörunni tilbaka. Þórarinn segir að skða þurfi ástæður þess að fólk steli og oftar en ekki sé það spennan við hnuplið sem heilli; spennufallið þegar hnuplinu sé lokið sé fíknin sem fólk sækist í. Kostnaður við öryggiseftirlit er áætlaður 500 milljónir króna. Samtals er kostnaður við hnupl og þjófnaði talinn vera 2,3 milljarðar, eða átta þúsund krónur á mann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Það er ljóst að þjófnaður í verslunum á Íslandi er talsvert vandamál, að minnsta kosti ef litið er á þá háu tölu sem sýnir umfang þess. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var umfangi og ástæðum rýrnunar vegna þjófnaða og svika í verslunum í tuttugu og fimm Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, þá stálu landsmenn fyrir 1,8 milljarða króna í fyrra. Athygli vekur, í samanburði við hin löndin, að þjófnaður starfsmanna í verslunum er mestur hér á landi, en þjófnaður viðskiptavina minnstur. Mestum verðmætum er stolið í fataverslunum, raftækjaverslunum og öðrum sérverslunum, og miklu er einnig stolið í dagvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sigurðsson, segir oft sama fólkið ítrekað tekið fyrir þjófnað, fólk á öllum aldri. Nánast öllu sé stolið, allt frá geisladiskum, matvörum upp í sjónvarpstæki. Gunnar nefnir sem dæmi mann sem komið hafi á hækjum inn í verlsunina og sett sjónvarp í innkaupakerru og fengið aðstoð starfsmanns við að koma tækinu, ógreiddu, út í bíl. Hann hafi svo verið nappaður þegar hann náðist. En hvers vegna stelur fólk? Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir ýmsar ástæður vera fyrir því; blankheit og ýmislegt annað. Þórarinn Hjaltason segir að þeir sem eru stelsjúkir gangist undir svipaða meðferð og þeir sem stríða við spilafíkn. Unnið sé með hugræna þáttinn og reynt að fá einstaklinginn til þess að skilja afleiðingar gjörða sinna, og einnig að fá hann, ef hann stelur áfram, til þess að skila vörunni tilbaka. Þórarinn segir að skða þurfi ástæður þess að fólk steli og oftar en ekki sé það spennan við hnuplið sem heilli; spennufallið þegar hnuplinu sé lokið sé fíknin sem fólk sækist í. Kostnaður við öryggiseftirlit er áætlaður 500 milljónir króna. Samtals er kostnaður við hnupl og þjófnaði talinn vera 2,3 milljarðar, eða átta þúsund krónur á mann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira