Enskir geta þakkað Hollendingum 8. október 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi eftir sigur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram. Englendingar taka á móti Pólverjum á miðvikudag og var búist við því að sá leikur yrði spennuþrunginn þar sem hann væri úrslitaleikur um toppsæti riðilsins -- sem hann vissulega er -- en úrslit leikja gærdagsins gera úrslit leiksins þýðingarlausann. Eina mark leiksins skoraði Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 25.mínútu en hún var réttilega dæmd eftir að brotið hafði verið á Michael Owen. Englendingar hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum en höfðu heppnina ekki með sér. Í síðari hálfleik voru Austurríkismenn nálægt því að jafna þegar Roland Linz átti skot í þverslána. Á 57.mínútu fékk David Beckham síðan tvö gul spjöld og þar með rautt en seinna spjaldið var rangur dómur og ekkert nema leikaraskapur hjá Ibertsberger. Englendingar héldu þó út einum manni færri og fengu öll stigin þrjú. "Ég skil ekkert í þessari ákvörðun dómarans. Fyrra gula spjaldið var strangur dómur en það seinna var alveg út úr kortinu. Allir sem sáu þetta atvik geta verið sammála um það," sagði fyrirliðinn Beckham sem verður því í leikbanni í leiknum gegn Póllandi á miðvikudaginn. Sol Campbell verður heldur ekki með í þeim leik þar sem hann meiddist gegn Austurríki og því mun Rio Ferdinand endurheimta sæti sitt í miðverðinum. "Sigurinn var samt mjög góður, það eru úrslitin sem skipta máli þegar það er komið svona langt í keppninni. Liðið sýndi mikinn karakter og menn börðust fyrir hvorn annan. Það er erfitt að vera manni færri í hálftíma en við lönduðum stigunum þremur sem telja," sagði Beckham. Sven-Göran Eriksson getur nú andað léttar fyrir að hafa komið liði sínu á HM en hann hefur mátt sæta mikillar gagnrýni eftir tap Englendinga gegn Norður-Írum í síðasta mánuði. Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi eftir sigur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram. Englendingar taka á móti Pólverjum á miðvikudag og var búist við því að sá leikur yrði spennuþrunginn þar sem hann væri úrslitaleikur um toppsæti riðilsins -- sem hann vissulega er -- en úrslit leikja gærdagsins gera úrslit leiksins þýðingarlausann. Eina mark leiksins skoraði Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 25.mínútu en hún var réttilega dæmd eftir að brotið hafði verið á Michael Owen. Englendingar hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum en höfðu heppnina ekki með sér. Í síðari hálfleik voru Austurríkismenn nálægt því að jafna þegar Roland Linz átti skot í þverslána. Á 57.mínútu fékk David Beckham síðan tvö gul spjöld og þar með rautt en seinna spjaldið var rangur dómur og ekkert nema leikaraskapur hjá Ibertsberger. Englendingar héldu þó út einum manni færri og fengu öll stigin þrjú. "Ég skil ekkert í þessari ákvörðun dómarans. Fyrra gula spjaldið var strangur dómur en það seinna var alveg út úr kortinu. Allir sem sáu þetta atvik geta verið sammála um það," sagði fyrirliðinn Beckham sem verður því í leikbanni í leiknum gegn Póllandi á miðvikudaginn. Sol Campbell verður heldur ekki með í þeim leik þar sem hann meiddist gegn Austurríki og því mun Rio Ferdinand endurheimta sæti sitt í miðverðinum. "Sigurinn var samt mjög góður, það eru úrslitin sem skipta máli þegar það er komið svona langt í keppninni. Liðið sýndi mikinn karakter og menn börðust fyrir hvorn annan. Það er erfitt að vera manni færri í hálftíma en við lönduðum stigunum þremur sem telja," sagði Beckham. Sven-Göran Eriksson getur nú andað léttar fyrir að hafa komið liði sínu á HM en hann hefur mátt sæta mikillar gagnrýni eftir tap Englendinga gegn Norður-Írum í síðasta mánuði.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira