Enskir geta þakkað Hollendingum 8. október 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi eftir sigur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram. Englendingar taka á móti Pólverjum á miðvikudag og var búist við því að sá leikur yrði spennuþrunginn þar sem hann væri úrslitaleikur um toppsæti riðilsins -- sem hann vissulega er -- en úrslit leikja gærdagsins gera úrslit leiksins þýðingarlausann. Eina mark leiksins skoraði Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 25.mínútu en hún var réttilega dæmd eftir að brotið hafði verið á Michael Owen. Englendingar hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum en höfðu heppnina ekki með sér. Í síðari hálfleik voru Austurríkismenn nálægt því að jafna þegar Roland Linz átti skot í þverslána. Á 57.mínútu fékk David Beckham síðan tvö gul spjöld og þar með rautt en seinna spjaldið var rangur dómur og ekkert nema leikaraskapur hjá Ibertsberger. Englendingar héldu þó út einum manni færri og fengu öll stigin þrjú. "Ég skil ekkert í þessari ákvörðun dómarans. Fyrra gula spjaldið var strangur dómur en það seinna var alveg út úr kortinu. Allir sem sáu þetta atvik geta verið sammála um það," sagði fyrirliðinn Beckham sem verður því í leikbanni í leiknum gegn Póllandi á miðvikudaginn. Sol Campbell verður heldur ekki með í þeim leik þar sem hann meiddist gegn Austurríki og því mun Rio Ferdinand endurheimta sæti sitt í miðverðinum. "Sigurinn var samt mjög góður, það eru úrslitin sem skipta máli þegar það er komið svona langt í keppninni. Liðið sýndi mikinn karakter og menn börðust fyrir hvorn annan. Það er erfitt að vera manni færri í hálftíma en við lönduðum stigunum þremur sem telja," sagði Beckham. Sven-Göran Eriksson getur nú andað léttar fyrir að hafa komið liði sínu á HM en hann hefur mátt sæta mikillar gagnrýni eftir tap Englendinga gegn Norður-Írum í síðasta mánuði. Íslenski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi eftir sigur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram. Englendingar taka á móti Pólverjum á miðvikudag og var búist við því að sá leikur yrði spennuþrunginn þar sem hann væri úrslitaleikur um toppsæti riðilsins -- sem hann vissulega er -- en úrslit leikja gærdagsins gera úrslit leiksins þýðingarlausann. Eina mark leiksins skoraði Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 25.mínútu en hún var réttilega dæmd eftir að brotið hafði verið á Michael Owen. Englendingar hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum en höfðu heppnina ekki með sér. Í síðari hálfleik voru Austurríkismenn nálægt því að jafna þegar Roland Linz átti skot í þverslána. Á 57.mínútu fékk David Beckham síðan tvö gul spjöld og þar með rautt en seinna spjaldið var rangur dómur og ekkert nema leikaraskapur hjá Ibertsberger. Englendingar héldu þó út einum manni færri og fengu öll stigin þrjú. "Ég skil ekkert í þessari ákvörðun dómarans. Fyrra gula spjaldið var strangur dómur en það seinna var alveg út úr kortinu. Allir sem sáu þetta atvik geta verið sammála um það," sagði fyrirliðinn Beckham sem verður því í leikbanni í leiknum gegn Póllandi á miðvikudaginn. Sol Campbell verður heldur ekki með í þeim leik þar sem hann meiddist gegn Austurríki og því mun Rio Ferdinand endurheimta sæti sitt í miðverðinum. "Sigurinn var samt mjög góður, það eru úrslitin sem skipta máli þegar það er komið svona langt í keppninni. Liðið sýndi mikinn karakter og menn börðust fyrir hvorn annan. Það er erfitt að vera manni færri í hálftíma en við lönduðum stigunum þremur sem telja," sagði Beckham. Sven-Göran Eriksson getur nú andað léttar fyrir að hafa komið liði sínu á HM en hann hefur mátt sæta mikillar gagnrýni eftir tap Englendinga gegn Norður-Írum í síðasta mánuði.
Íslenski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu