Innlent

Sýknaður af 94 milljóna kröfu

Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Atlanta, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af skaðabótakröfu upp á 94 milljónir króna. Sækjandi í málinu, sem er norskur athafnamaður, stefndi Arngrími á þeim forsendum að hann hafi skuldbundið sig til að gerast aðili að fyrirtæki stefnanda, Scandinavian Historic Flight, og til að leggja tiltekna fjármuni til félagsins. Arngrímur krafðist sýknu með þeim rökstuðningi að stefnandi hafi ekki lagt fram þau hlutabréf sem hann krafðist greiðslu fyrir, en upphæðin nam tæpum 94 milljónum króna. Í dómnum segir að þótt ýmis atriði bendi til þess að samningur hafi verið gerður, og hins vegar í gagnstæða átt, hafi hvorugur málsaðila tekist að styrkja fullyrðingar sínar með öðrum gögnum. Stefndi sé því sýknaður þar sem sönnunarbyrðin sé hjá stefnanda. Málskostnaður var látinn niður falla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×