Innlent

Flúði út um glugga

"Ég var bara heppin að vakna við hitann því í kjallaranum er hvorki reykskynjari, né slökkvitæki," segir Rakel Sara Ríkharðsdóttir, tæplega sautján ára gömul stúlka sem forðaði sér út um lítinn kjallaraglugga eftir að kviknaði í út frá kerti í herbergi þar sem hún sofnaði út frá sjónvarpi, á Selfossi á miðvikudagskvöld. "Svo má eiginlega segja að ég hafi bjargað tveimur lífum, en ekki einu með því að troða mér út um gluggann, því ég er komin fimm mánuði á leið." Rakel slapp ómeidd að mestu frá logunum, en sagðist þó hafa tognað í baki við að troða sér út um gluggann. Hún hljóp svo upp um fjölbýlishúsið og lét vita af eldsvoðanum, fyrst í íbúð föður síns sem er beint fyrir ofan kjallaraíbúð hennar. Slökkviliði gekk vel að ráða niðurlögum eldsins og reykræsta íbúðina og stigaganginn, en skemmdir urðu óverulegar nema í herberginu þar sem eldurinn kom upp. "Ég lá í sófanum og var að horfa á sjónvarpið og var orðin frekar þreytt. Síðan kveikti ég á þrem stórum kertum til að hafa svolítið meira kósí og lagði frá mér dúnúlpu á stól, greinilega of nálægt einu kertinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×