Nýtt lið sem hleypur inn á völlinn 6. október 2005 00:01 "Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið eftir seinni æfingu landsliðsins í dag. Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik í Varsjá kl. 15 á morgun en Pólverjar hafa komið allra liða mesta á óvart í undankeppni HM en þeir mæta Englendingum í hreinum úrslitaleik í 6. riðli á Old Trafford á miðvikudaginn um sæti á HM. Á sama tíma sækja Íslendingar Svía heim í Stokkhólmi. Indriði Sigurðsson tók þátt í síðari æfingu landsliðsins í Varsjá í dag en hann sleppti þeirri fyrri vegna veikinda. Að sögn Ásgeirs verður Indriði örugglega með í leiknum í morgun. Þá sagði Ásgeir að líklega fá allir leikmenn hópsins að spreyta sig en í honum eru tveir nýliðar, þeir Daði Lárusson og Sölvi Geir Ottesen. Ásgeir vildi ekki gefa upp hver yrði fyrirliði Íslands gegn Póllandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Brynjar Björn Gunnarsson bera fyrirliðabandið í fyrsta sinn en hann leikur . "Við förum varlega inn í leikinn og spilum frekar aftarlega og leggjum áherslu á agaðan varnarleik. Ég hef enga trú á öðru en Pólverjar stilli upp sínu sterkasta liði enda leikurinn mikilvægur undirbúningur fyrir Englandsleikinn. Pólska knattspyrnulandsliðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir hér í Póllandi sem er auðvitað í takt við árangur liðsins en þeir eru langt komnir á HM. Pólland spilar 4-4-2. Þeir eru með öfluga framherja, vinnusama og marksækna miðjumenn og vörn vel skipulögð og öguð," segir Ásgeir. Ásgeir og Logi Ólafsson tilkynna byrjunarliðið á morgun en sem kunnugt er vantar átta leikmenn, þar á meðal alla þrjá sem leika í ensku úrvalsdeildinni, þá Eið Smára Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson. Þá er aðalmarkvörður Íslands, Árni Gautur Arason, fjarverandi. Líklegt byrjunarlið er þannig skipað (4-2-3-1): Markvörður: Kristján Finnbogason. Vörn: Kristján Örn Sigurðsson, Auðun Helgason, Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson. Djúpir miðjumenn eru Brynjar Björn Gunnarsson og Kári Árnason. Framar á miðjunni Grétar Rafn Steinsson, Gylfi Einarsson og Arnar Þór Viðarsson. Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson. Íslenski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
"Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið eftir seinni æfingu landsliðsins í dag. Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik í Varsjá kl. 15 á morgun en Pólverjar hafa komið allra liða mesta á óvart í undankeppni HM en þeir mæta Englendingum í hreinum úrslitaleik í 6. riðli á Old Trafford á miðvikudaginn um sæti á HM. Á sama tíma sækja Íslendingar Svía heim í Stokkhólmi. Indriði Sigurðsson tók þátt í síðari æfingu landsliðsins í Varsjá í dag en hann sleppti þeirri fyrri vegna veikinda. Að sögn Ásgeirs verður Indriði örugglega með í leiknum í morgun. Þá sagði Ásgeir að líklega fá allir leikmenn hópsins að spreyta sig en í honum eru tveir nýliðar, þeir Daði Lárusson og Sölvi Geir Ottesen. Ásgeir vildi ekki gefa upp hver yrði fyrirliði Íslands gegn Póllandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Brynjar Björn Gunnarsson bera fyrirliðabandið í fyrsta sinn en hann leikur . "Við förum varlega inn í leikinn og spilum frekar aftarlega og leggjum áherslu á agaðan varnarleik. Ég hef enga trú á öðru en Pólverjar stilli upp sínu sterkasta liði enda leikurinn mikilvægur undirbúningur fyrir Englandsleikinn. Pólska knattspyrnulandsliðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir hér í Póllandi sem er auðvitað í takt við árangur liðsins en þeir eru langt komnir á HM. Pólland spilar 4-4-2. Þeir eru með öfluga framherja, vinnusama og marksækna miðjumenn og vörn vel skipulögð og öguð," segir Ásgeir. Ásgeir og Logi Ólafsson tilkynna byrjunarliðið á morgun en sem kunnugt er vantar átta leikmenn, þar á meðal alla þrjá sem leika í ensku úrvalsdeildinni, þá Eið Smára Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson. Þá er aðalmarkvörður Íslands, Árni Gautur Arason, fjarverandi. Líklegt byrjunarlið er þannig skipað (4-2-3-1): Markvörður: Kristján Finnbogason. Vörn: Kristján Örn Sigurðsson, Auðun Helgason, Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson. Djúpir miðjumenn eru Brynjar Björn Gunnarsson og Kári Árnason. Framar á miðjunni Grétar Rafn Steinsson, Gylfi Einarsson og Arnar Þór Viðarsson. Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira