Sport

Ferdinand ósáttur við sjálfan sig

NordicPhotos/GettyImages
Varnarmaðurinn Rio Ferdinand segist ekki sáttur við frammistöðu sína það sem af er tímabilinu með Manchester United og enska landsliðinu og viðurkennir að hann hafi ekki staðið sig sem skyldi fram til þessa. Hann segist þó hafa skapgerð til að breyta því og koma sér í toppform á ný. "Ég set miklar kröfur á sjálfan mig og ég veit að ég hef ekki alltaf mætt þeim í haust," sagði Ferdinand í samtali við breska blaðið Sun í morgun. "Ég hef hinsvegar skapgerð til að rífa mig upp þó blási aðeins á móti og bæði ég og félagar mínir erum andlega sterkir," sagði hann. Ferdinand segir líka að óttinn við að komast ekki á HM næsta sumar muni verða til þess að hvetja sig og félaga sína í enska landsliðinu til dáða í þeim leikjum sem eftir eru í undankeppninni. "Enginn okkar vill upplifa þá skömm að komast ekki á HM og það yrði vissulega stórslys ef við næðum ekki þangað. Það er því undir okkur leikmönnum komið að sjá til þess að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því," sagði Ferdinand.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×