Gefjun KE vélarvana í Húnaflóa
Vélarbilun varð í bátnum Gefjunni KE-9 í utanverðum Húnaflóa á milli klukkan tíu og ellefu í gærkvöld. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Björgunarbáturinn Húnabjörg frá Skagaströnd fór að Gefjuninni og kom með hana að landi, í togi, rétt fyrir klukkan fimm í morgun.