Innlent

Baugur undirbýr skaðabótamál

MYND/365
Stjórnendur Baugs Group undirbúa skaðabótamál og ætla að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gerðum fimm einstaklinga vegna aðdraganda Baugsmálsins. Þetta eru þau Styrmir Gunnarsson, Jónína Benediktsdóttir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að sé tilefni til opinberrar rannsóknar þurfi einnig að athuga hvort aðrir tengist þessum hópi, leynt eða ljóst. Hann segir jafnframt að Morgunblaðið hafi fellt grímuna, nú sé ljóst að blaðið sé ekki sá hlutlausi fjölmiðill sem það hefur þóst vera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×