Óttaðist að verða sakborningur 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Fundur þremenninganna var haldinn tveimur mánuðum áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn forsvarsmönnum Baugs - kæruna sem markaði upphaf Baugsmálsins fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu kemur fram að blaðamaður hafi undir höndum margs konar gögn sem sýni að Styrmir Gunnarssson, Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger hafi unnið saman að undirbúningi málaferlanna, auk þess sem Kjartan Gunnarsson hafi fundað um málið með Styrmi og Jóni Steinari. Styrmir hefur staðfest að hafa haft milligöngu um að koma á sambandi milli Jóns Geralds og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem kærði málið til ríkislögreglustjóra fyrir hönd Jóns Geralds. Í tölvupósti milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, sem vitnað er í í blaðinu og sendur var 8. maí árið 2002, kemur eftirfarandi fram: „Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest að kála þeim ... Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að væri langbest.“ Hvers son sá Davíð er, sem bjargað gæti málum, kemur ekki fram og fæst ekki staðfest hjá þeim sem póstinn eiga. Það var sem sagt hik á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur, en Jónína bað Styrmi um aðstoð við að hvetja hann til að ganga alla leið og kæra, sem hann gerði á endanum í ágúst sama ár. Jón Steinar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um þetta mál, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum, frekar en Jón Gerald Sullenberger. Jóhannes Jónsson í Baugi, einn aðalsakborninganna í málinu gegn forsvarsmönnum Baugs, er staddur erlendis en hann sagðist vera að melta þessar fréttir. Baugsmenn hefðu ekki haft hugmynd um að þessir menn hefðu tekið þátt í undirbúningi málaferlanna og kæmi það honum sérstaklega á óvart að sjá Styrmi Gunnarsson í þeim hópi. Hann hefði hins vegar lengi vitað að það andaði köldu til Baugs frá Kjartani Gunnarssyni. Að öðru leyti vildi Jóhannes ekki tjá sig um málið og ekki náðist í son hans, Jón Ásgeir. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Fundur þremenninganna var haldinn tveimur mánuðum áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn forsvarsmönnum Baugs - kæruna sem markaði upphaf Baugsmálsins fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu kemur fram að blaðamaður hafi undir höndum margs konar gögn sem sýni að Styrmir Gunnarssson, Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger hafi unnið saman að undirbúningi málaferlanna, auk þess sem Kjartan Gunnarsson hafi fundað um málið með Styrmi og Jóni Steinari. Styrmir hefur staðfest að hafa haft milligöngu um að koma á sambandi milli Jóns Geralds og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem kærði málið til ríkislögreglustjóra fyrir hönd Jóns Geralds. Í tölvupósti milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, sem vitnað er í í blaðinu og sendur var 8. maí árið 2002, kemur eftirfarandi fram: „Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest að kála þeim ... Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að væri langbest.“ Hvers son sá Davíð er, sem bjargað gæti málum, kemur ekki fram og fæst ekki staðfest hjá þeim sem póstinn eiga. Það var sem sagt hik á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur, en Jónína bað Styrmi um aðstoð við að hvetja hann til að ganga alla leið og kæra, sem hann gerði á endanum í ágúst sama ár. Jón Steinar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um þetta mál, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum, frekar en Jón Gerald Sullenberger. Jóhannes Jónsson í Baugi, einn aðalsakborninganna í málinu gegn forsvarsmönnum Baugs, er staddur erlendis en hann sagðist vera að melta þessar fréttir. Baugsmenn hefðu ekki haft hugmynd um að þessir menn hefðu tekið þátt í undirbúningi málaferlanna og kæmi það honum sérstaklega á óvart að sjá Styrmi Gunnarsson í þeim hópi. Hann hefði hins vegar lengi vitað að það andaði köldu til Baugs frá Kjartani Gunnarssyni. Að öðru leyti vildi Jóhannes ekki tjá sig um málið og ekki náðist í son hans, Jón Ásgeir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira