Tvö tonn af skyri seld vestanhafs 23. september 2005 00:01 Áhugi Bandaríkjamanna á skyri og öðrum íslenskum mjólkurvörum er slíkur að Baldvin Jónsson verkefnisstjóri segir að bændur á Íslandi verði að auka mjólkurframleiðslu um fimmtung hið minnsta. Í síðustu viku gerðust þau stórtíðindi að tvö tonn af skyri seldust upp á skömmum tíma í verslunum í höfuðborginni Washington. Sagt var frá því í vor að skyrneysla Íslendinga hefði snaraukist. En fleiri virðast kunna að meta þessa séríslensku afurð. Tólf íslenskir matreiðslumeistarar eru nýlega komnir af Food and Fun matvælahátíð í Washington en milli þess sem þeir elduðu íslenskan mat ofan í gesti veitingastaða kynntu þeir íslenskar landbúnaðarafurðir í verslunum á vegum markaðsátaks bændasamtakanna. Salan var langt umfram björtustu vonum en seldir voru tæplega þrjú þúsund ostar, tvo þúsund stykki af smjöri og tvö tonn af skyri svo eitthvað sé nefnt. Baldvin segir áhuga Bandaríkjamanna slíkan að íslenskir bændur verði að bretta upp ermar. Hann telur að á næstu fimm árum þá geti mjólkurbændur horft til þess að auka framleiðsluna að minnsta kosti um 20% frá því sem nú er miðað við þá eftirspurn sem er að myndast í Bandaríkjunum. Íslensku heitin duga vel og eru notuð á vörunum þegar þær eru seldar erlendis en heitið skyr hefur vakið mikla athygli hjá Bandaríkjamönnum. Baldvin spáir því að sauðfjárbændur verði að auka lambakjötsframleiðslu sína um þriðjung því ekki takist að anna eftirspurn vestanhafs. Núna eru sjö svæði sem fá ekkert lambakjöt og þrjú svæði sem fá ekki nema helming af því kjöti sem þau báðu um. Gott verð fæst fyrir íslensku afurðirnar og Baldvin telur að þegar horft er til framtíðar þá sé ekki spurning um það að þetta sé lang besti markaðurinn fyrir okkar afurðir. Food and Fun Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Áhugi Bandaríkjamanna á skyri og öðrum íslenskum mjólkurvörum er slíkur að Baldvin Jónsson verkefnisstjóri segir að bændur á Íslandi verði að auka mjólkurframleiðslu um fimmtung hið minnsta. Í síðustu viku gerðust þau stórtíðindi að tvö tonn af skyri seldust upp á skömmum tíma í verslunum í höfuðborginni Washington. Sagt var frá því í vor að skyrneysla Íslendinga hefði snaraukist. En fleiri virðast kunna að meta þessa séríslensku afurð. Tólf íslenskir matreiðslumeistarar eru nýlega komnir af Food and Fun matvælahátíð í Washington en milli þess sem þeir elduðu íslenskan mat ofan í gesti veitingastaða kynntu þeir íslenskar landbúnaðarafurðir í verslunum á vegum markaðsátaks bændasamtakanna. Salan var langt umfram björtustu vonum en seldir voru tæplega þrjú þúsund ostar, tvo þúsund stykki af smjöri og tvö tonn af skyri svo eitthvað sé nefnt. Baldvin segir áhuga Bandaríkjamanna slíkan að íslenskir bændur verði að bretta upp ermar. Hann telur að á næstu fimm árum þá geti mjólkurbændur horft til þess að auka framleiðsluna að minnsta kosti um 20% frá því sem nú er miðað við þá eftirspurn sem er að myndast í Bandaríkjunum. Íslensku heitin duga vel og eru notuð á vörunum þegar þær eru seldar erlendis en heitið skyr hefur vakið mikla athygli hjá Bandaríkjamönnum. Baldvin spáir því að sauðfjárbændur verði að auka lambakjötsframleiðslu sína um þriðjung því ekki takist að anna eftirspurn vestanhafs. Núna eru sjö svæði sem fá ekkert lambakjöt og þrjú svæði sem fá ekki nema helming af því kjöti sem þau báðu um. Gott verð fæst fyrir íslensku afurðirnar og Baldvin telur að þegar horft er til framtíðar þá sé ekki spurning um það að þetta sé lang besti markaðurinn fyrir okkar afurðir.
Food and Fun Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira