Breyta þarf nauðgunarskilgreiningu 23. september 2005 00:01 Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum. Í gær féll Hæstaréttardómur í einkamáli sem kona höfðaði í kjölfar þess að þrír menn nauðguðu henni. Þessir þrír menn voru þar dæmdir til nokkur hundruð þúsund króna fjársektar hver fyrir hópnauðgun. Áður hafði Ríkissaksóknari fellt niður saksókn á hendur mönnunum. Þá var beðið um að sú afstaða yrði endurskoðuð, án árangus. Farið var fram á endurupptöku málsins, án árangurs, og leitað var til dómsmálaráðherra, án árangurs. Fallið var frá ákærunni vegna klúðurs við rannsókn málsins en lögregla tók ekki skýrslur af tveimur sakborninganna fyrr en sex til sjö dögum eftir að upplýst var hverjir ættu hlut að máli. Vegna þessa stefndi konan ríkinu, án árangurs. Sif Konráðsdóttir segir málið og atburðarrásina. minna á tveggja ára gamlan dóm Mannréttindadómstólsins í Strassburg þar sem 15 ára búlgörsk gömul stúlka, sem var nauðgað af tveimur mönnum, kærði búlgarska ríkið vegna tregðu til að ákæra mennina. Niðurstaðan var stúlkunni í hag. Í dómnum er minnt á að samkvæmt mannréttindaákvæðum er ríkið skyldugt til að vernda borgarana og er gert að standa sig í stykkinu. Að mati Mannréttindadómstólsins lagði búlgarski saksóknarinn of mikla áheyrslu á það hvort líkamlegu afli hefði verið beitt og hvort stúlkan hefði veitt mótspyrnu, þegar ákveðið var að ákæra ekki í málinu. Sif segir að þegar hún hafi lesið þennan dóm á sínum tíma hafi það slegið sig að lýsingin á lögreglurannsókninni og ferlinu hjá hinum búlgarska saksóknara hafi alveg getað átt við á Íslandi. Áhersla búlgarska ríkisins á það hvort líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt, og hvort þolandinn hafi veitt mótspyrnu, virðist ekki vera ólík því sem viðgengst hér á landi. Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er tiltekið að alþjóðlegur refsiréttur hafi þróast úr því að í hugtakinu nauðgun felist líkamleg mótspyrna þolandans yfir í það að samþykki þolandans skorti. Við málsmeðferð í héraðsdómi í máli íslensku konunnar kom fram að hugsunin hjá henni hefði verið sú að streitast ekki á móti. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það að halda lífi. Líklegt má telja að slík viðbrögð í jafnskelfilegum aðstæðum séu ekkert einsdæmi. Sif segir að dómur Mannréttindadómstólsins fari yfir alþjóðlega þróun á þessu sviði og tiltaki að lönd eins og Írland og Belgía hafi breytt sínum refsiákvæðum varðandi nauðgun, úr því að setja skilyrði við líkamlega mótspyrnu yfir í áhersluna á skort á samþykki. Skoða þarf hvort ekki sé rétt að gera þetta einnig hér á landi að sögn Sifjar. „Ég held að þetta sé hluti af vandamálinu af hverju við getum ekki ákært í svona málum,“ segir Sif. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum. Í gær féll Hæstaréttardómur í einkamáli sem kona höfðaði í kjölfar þess að þrír menn nauðguðu henni. Þessir þrír menn voru þar dæmdir til nokkur hundruð þúsund króna fjársektar hver fyrir hópnauðgun. Áður hafði Ríkissaksóknari fellt niður saksókn á hendur mönnunum. Þá var beðið um að sú afstaða yrði endurskoðuð, án árangus. Farið var fram á endurupptöku málsins, án árangurs, og leitað var til dómsmálaráðherra, án árangurs. Fallið var frá ákærunni vegna klúðurs við rannsókn málsins en lögregla tók ekki skýrslur af tveimur sakborninganna fyrr en sex til sjö dögum eftir að upplýst var hverjir ættu hlut að máli. Vegna þessa stefndi konan ríkinu, án árangurs. Sif Konráðsdóttir segir málið og atburðarrásina. minna á tveggja ára gamlan dóm Mannréttindadómstólsins í Strassburg þar sem 15 ára búlgörsk gömul stúlka, sem var nauðgað af tveimur mönnum, kærði búlgarska ríkið vegna tregðu til að ákæra mennina. Niðurstaðan var stúlkunni í hag. Í dómnum er minnt á að samkvæmt mannréttindaákvæðum er ríkið skyldugt til að vernda borgarana og er gert að standa sig í stykkinu. Að mati Mannréttindadómstólsins lagði búlgarski saksóknarinn of mikla áheyrslu á það hvort líkamlegu afli hefði verið beitt og hvort stúlkan hefði veitt mótspyrnu, þegar ákveðið var að ákæra ekki í málinu. Sif segir að þegar hún hafi lesið þennan dóm á sínum tíma hafi það slegið sig að lýsingin á lögreglurannsókninni og ferlinu hjá hinum búlgarska saksóknara hafi alveg getað átt við á Íslandi. Áhersla búlgarska ríkisins á það hvort líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt, og hvort þolandinn hafi veitt mótspyrnu, virðist ekki vera ólík því sem viðgengst hér á landi. Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er tiltekið að alþjóðlegur refsiréttur hafi þróast úr því að í hugtakinu nauðgun felist líkamleg mótspyrna þolandans yfir í það að samþykki þolandans skorti. Við málsmeðferð í héraðsdómi í máli íslensku konunnar kom fram að hugsunin hjá henni hefði verið sú að streitast ekki á móti. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það að halda lífi. Líklegt má telja að slík viðbrögð í jafnskelfilegum aðstæðum séu ekkert einsdæmi. Sif segir að dómur Mannréttindadómstólsins fari yfir alþjóðlega þróun á þessu sviði og tiltaki að lönd eins og Írland og Belgía hafi breytt sínum refsiákvæðum varðandi nauðgun, úr því að setja skilyrði við líkamlega mótspyrnu yfir í áhersluna á skort á samþykki. Skoða þarf hvort ekki sé rétt að gera þetta einnig hér á landi að sögn Sifjar. „Ég held að þetta sé hluti af vandamálinu af hverju við getum ekki ákært í svona málum,“ segir Sif.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira