Innlent

Sektin tæpar 70 milljónir

Fyrrum framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fuglabúsins Móa, Ólafur Jón Guðjónsson, var í gær dæmdur til að greiða 68 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Þá var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Ólafur var kærður fyrir að standa ekki með eðlilegum hætti skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna árið 2002, alls tæpum 36 milljónum króna. Móar voru úrskurðaðir gjaldþrota í byrjun nóvember 2003. Dómurinn segir brot framkvæmdastjórans meiriháttar. Greiddar höfðu verið tæpar 40 milljónir inn á staðgreiðsluskuldina, en sektin er bundin lögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×