Innlent

Björn tjáir sig ekki um Baugsmálið

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kaus að svara ekki fyrirspurnum Fréttablaðsins eftir að ljóst var að fjölskipaður héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá dómi í gær. Er upplýst var að dómendur höfðu gert athugasemdir við átján af fjörutíu liðum ákærunnar sagði Björn að hann liti ekki á athugasemdirnar sem áfellisdóm yfir ákæruvaldinu því það vandi til sinna verka. "Ef einhver vafaatriði koma upp núna þá er það af hinu góða enda verður málið þá einfaldlega betur undirbúið til meðferðar þegar það hefst hjá dóminum," sagði Björn þá. Hæstiréttur ákveður á næstu þremur vikum hvort málið fer fyrir dóm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×