Saksóknari dragi sig í hlé 20. september 2005 00:01 "Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Jóhannes segir dapurlegt að það skuli vera hægt að umgangast fólk með þeim hætti sem ákæruvaldið hafi gert á undanförnum þremur árum. "Ég held að saksóknari ætti að draga sig í hlé frekar en að áfrýja. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur styður aðeins það sem ég hef áður sagt: Þetta er allt saman apaspil. Nú skilst mér að saksóknari ætli að halda málinu áfram. Hversu lengi er hægt að hoppa á fólki spyr ég. Það er búið að gera það í þrjú ár fyrir 200 til 300 milljónir króna af almannafé. Saksóknari lætur sem þetta sé í lagi og jafnvel ákveðinn sigur þótt málið reynist ónothæft. Þegar skynsemin fær að ráða ferðinni sjá menn að málatilbúnaðurinn er tóm þvæla." Jóhannes kveðst viss um að málið sé sprottið af óvild og með ólíkindum hvað fólk geti þurft að þola við slíkar aðstæður. "Ef óvlildin er sprottin frá réttum stöðum virðist allt vera hægt. Þessi niðurstaða styður það sem ég hef áður sagt um ofsóknir. Jóhannes hefur gefið til kynna að hann muni krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem málareksturinn hefur valdið Baugi. Hann segir ekki tímabært að ræða slíkt þar sem málið eigi eftir að fara fyrir hæstarétt. "Við þurfum að á átta okkur á því hvort þeir ætla að valda okkur meira tjóni en orðið er áður en við setjum fram kröfur um skaðabætur. Við getum ekki sett fram bótakröfur fyrr en við sjáum hver tjónið verður þegar upp er staðið," segir Jóhannes. Baugsmálið Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
"Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Jóhannes segir dapurlegt að það skuli vera hægt að umgangast fólk með þeim hætti sem ákæruvaldið hafi gert á undanförnum þremur árum. "Ég held að saksóknari ætti að draga sig í hlé frekar en að áfrýja. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur styður aðeins það sem ég hef áður sagt: Þetta er allt saman apaspil. Nú skilst mér að saksóknari ætli að halda málinu áfram. Hversu lengi er hægt að hoppa á fólki spyr ég. Það er búið að gera það í þrjú ár fyrir 200 til 300 milljónir króna af almannafé. Saksóknari lætur sem þetta sé í lagi og jafnvel ákveðinn sigur þótt málið reynist ónothæft. Þegar skynsemin fær að ráða ferðinni sjá menn að málatilbúnaðurinn er tóm þvæla." Jóhannes kveðst viss um að málið sé sprottið af óvild og með ólíkindum hvað fólk geti þurft að þola við slíkar aðstæður. "Ef óvlildin er sprottin frá réttum stöðum virðist allt vera hægt. Þessi niðurstaða styður það sem ég hef áður sagt um ofsóknir. Jóhannes hefur gefið til kynna að hann muni krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem málareksturinn hefur valdið Baugi. Hann segir ekki tímabært að ræða slíkt þar sem málið eigi eftir að fara fyrir hæstarétt. "Við þurfum að á átta okkur á því hvort þeir ætla að valda okkur meira tjóni en orðið er áður en við setjum fram kröfur um skaðabætur. Við getum ekki sett fram bótakröfur fyrr en við sjáum hver tjónið verður þegar upp er staðið," segir Jóhannes.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira