Innlent

Skýrslutökur standa enn

Skýrslutökur standa enn í rannsókn Lögreglu í Reykjavík á slysinu sem varð á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardagsins 17. september. Í slysinu fórust maður og kona, en hjón komust af nokkuð slösuð með 10 ára son sinn lítið meiddan. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn segir að ekki verði upplýst um niðurstöður blóðrannsóknar með tilliti til áfengismagns, né heldur nákvæmlega hversu hratt báturinn fór þegar hann rakst á skerið. Í tilkynningu lögreglu fyrir helgi kom fram að áfengi hafi verið haft um hönd og að báturinn hafi verið "á talsvert miklum hraða" við áreksturinn. Sömuleiðis segir hann ekki verða upplýst fyrr en að rannsókn lokinni hver hafi verið við stýrið þegar áreksturinn varð, en í þeim efnum styðst lögregla væntanlega bæði við framburð fólksins auk þess sem áverkar kunna að gefa vísbendingar um hvar hver var staddur um borð. Ekki liggur fyrir hvernær vænta má að rannókn ljúki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×