Ragnar og Helgi til Noregs 20. september 2005 00:01 Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Helgi Valur er í efnafræðinámi við Háskóla Íslands og á því erfitt um vik að fara út. Helgi Valur fór í tvígang í reynslu til norska liðsins Start í sumar auk þess sem sænska liðið Sundsvall vildi skoða hann nánar. Samningur Helga Vals við Fylki rennur út í haust."Ég ætla bara að sjá til hvernig málin þróast. Ég hef heyrt af áhuga þessara liða en það verður að fá að koma í ljós hvenær ég kemst út. En ef það verður eitthvað spennandi í boði fyrir mann þá væri auðvitað gaman að komast aftur út í atvinnumennskuna, ég get ekki neitað því," sagði Helgi Valur en hann var áður samningsbundinn enska liðinu Peterborough til nokkurra ára. Hinn nítján ára gamli miðjumaður Fylkis, Ragnar Sigurðsson, er einnig á leiðinni til reynslu hjá Odd Grenland. Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Ragnars, sagði að hann færi til Noregs á fimmtudaginn og yrði í eina viku hjá Odd Grenland. Ragnar sló í gegn með Fylki í sumar og skoraði eitt mark í sautján leikjum. Gunnar Jónsson, leikmaður Breiðabliks, fer einnig með Ragnari til Odd Grenland á fimmtudaginn."Mér líst vel á þetta enda hef ég alla tíð stefnt að því að komast að í atvinnumennskunni erlendis," sagði Ragnar. "Mér líst ágætlega á þetta félag en það verður að koma í ljós hvað verður." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ragnar fer til erlends liðs en hann var til skamms tíma hjá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach þegar hann var fimmtán ára gamall. Íslenski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Helgi Valur er í efnafræðinámi við Háskóla Íslands og á því erfitt um vik að fara út. Helgi Valur fór í tvígang í reynslu til norska liðsins Start í sumar auk þess sem sænska liðið Sundsvall vildi skoða hann nánar. Samningur Helga Vals við Fylki rennur út í haust."Ég ætla bara að sjá til hvernig málin þróast. Ég hef heyrt af áhuga þessara liða en það verður að fá að koma í ljós hvenær ég kemst út. En ef það verður eitthvað spennandi í boði fyrir mann þá væri auðvitað gaman að komast aftur út í atvinnumennskuna, ég get ekki neitað því," sagði Helgi Valur en hann var áður samningsbundinn enska liðinu Peterborough til nokkurra ára. Hinn nítján ára gamli miðjumaður Fylkis, Ragnar Sigurðsson, er einnig á leiðinni til reynslu hjá Odd Grenland. Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Ragnars, sagði að hann færi til Noregs á fimmtudaginn og yrði í eina viku hjá Odd Grenland. Ragnar sló í gegn með Fylki í sumar og skoraði eitt mark í sautján leikjum. Gunnar Jónsson, leikmaður Breiðabliks, fer einnig með Ragnari til Odd Grenland á fimmtudaginn."Mér líst vel á þetta enda hef ég alla tíð stefnt að því að komast að í atvinnumennskunni erlendis," sagði Ragnar. "Mér líst ágætlega á þetta félag en það verður að koma í ljós hvað verður." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ragnar fer til erlends liðs en hann var til skamms tíma hjá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach þegar hann var fimmtán ára gamall.
Íslenski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira