Erlent

Tyrkir hefja viðræður við ESB

Tyrkir hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið þriðja október næstkomandi. Þetta varð ljóst eftir að Tassos Papadopoulos, forseti Kýpur, lýsti því að ekkert hinna tuttugu og fimm aðildarríkja sambandsins legðist á móti aðildarviðræðum við Tyrki. Áður höfðu kýpversk stjórnvöld hótað að standa í vegi fyrir aðildarviðræðum við Tyrki vegna þeirrar afstöðu tyrkneskra stjórnvalda að viðurkenna ekki lögmæti stjórnvalda á gríska hluta Kýpur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×