Bjarni horfir til Noregs 20. september 2005 00:01 Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Bjarni hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarið ár en auk þess að vera hluti af mjög sterku liði Vals sem lauk keppni í öðru sæti í Landsbankadeild karla var hann þar að auki valinn í landsliðið þar sem hann fékk að spreyta sig í nokkrar mínútur fyrr í sumar. Bæði félögin norsku hafa fylgst með Bjarna í nokkurn tíma og sáu hann spila fáeina leiki hér heima í sumar. "Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt og þessir hlutir hafa gerst afar hratt," sagði Bjarni í samtali við Fréttablaðið í gær. "Ég veit hins vegar ekki hvort ég kemst út strax eftir bikarúrslitaleikinn þar sem ég er í námi í Kennaraháskólanum og er bundinn af skyldumætingu í nokkra áfanga þar. Þetta verður bara að fá að ráðast en ég er fyrst og fremst núna að einbeita mér að úrslitaleiknum á laugardag." Valur mætir þar liði Fram og stefnir í hörkuleik enda vilja Framarar sjálfsagt bæta fyrir það að liðið féll í 1. deildina nú í lokaumferðinni um helgina.Bjarni segir að þessi árangur komi sér á óvart enda hafi hann aldrei sett sér það markmið að verða atvinnumaður í knattspyrnu. "Ég var ekki þessi sex ára peyi sem sagðist ætla verða atvinnumaður þegar hann yrði stór. En þetta er engu að síður mjög spennandi og það er ekki til sá maður sem slær hendinni á móti þessu með réttu ráði." Eins og kunnugt er leikur Árni Gautur Arason, félagi Bjarna úr landsliðinu, með Vålerenga en það er sem stendur í toppsæti norsku deildarinnar þegar fáeinar umferðir eru eftir. Enginn Íslendingur leikur hins vegar með Odd Grenland. Íslenski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Bjarni hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarið ár en auk þess að vera hluti af mjög sterku liði Vals sem lauk keppni í öðru sæti í Landsbankadeild karla var hann þar að auki valinn í landsliðið þar sem hann fékk að spreyta sig í nokkrar mínútur fyrr í sumar. Bæði félögin norsku hafa fylgst með Bjarna í nokkurn tíma og sáu hann spila fáeina leiki hér heima í sumar. "Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt og þessir hlutir hafa gerst afar hratt," sagði Bjarni í samtali við Fréttablaðið í gær. "Ég veit hins vegar ekki hvort ég kemst út strax eftir bikarúrslitaleikinn þar sem ég er í námi í Kennaraháskólanum og er bundinn af skyldumætingu í nokkra áfanga þar. Þetta verður bara að fá að ráðast en ég er fyrst og fremst núna að einbeita mér að úrslitaleiknum á laugardag." Valur mætir þar liði Fram og stefnir í hörkuleik enda vilja Framarar sjálfsagt bæta fyrir það að liðið féll í 1. deildina nú í lokaumferðinni um helgina.Bjarni segir að þessi árangur komi sér á óvart enda hafi hann aldrei sett sér það markmið að verða atvinnumaður í knattspyrnu. "Ég var ekki þessi sex ára peyi sem sagðist ætla verða atvinnumaður þegar hann yrði stór. En þetta er engu að síður mjög spennandi og það er ekki til sá maður sem slær hendinni á móti þessu með réttu ráði." Eins og kunnugt er leikur Árni Gautur Arason, félagi Bjarna úr landsliðinu, með Vålerenga en það er sem stendur í toppsæti norsku deildarinnar þegar fáeinar umferðir eru eftir. Enginn Íslendingur leikur hins vegar með Odd Grenland.
Íslenski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira