Bjarni horfir til Noregs 20. september 2005 00:01 Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Bjarni hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarið ár en auk þess að vera hluti af mjög sterku liði Vals sem lauk keppni í öðru sæti í Landsbankadeild karla var hann þar að auki valinn í landsliðið þar sem hann fékk að spreyta sig í nokkrar mínútur fyrr í sumar. Bæði félögin norsku hafa fylgst með Bjarna í nokkurn tíma og sáu hann spila fáeina leiki hér heima í sumar. "Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt og þessir hlutir hafa gerst afar hratt," sagði Bjarni í samtali við Fréttablaðið í gær. "Ég veit hins vegar ekki hvort ég kemst út strax eftir bikarúrslitaleikinn þar sem ég er í námi í Kennaraháskólanum og er bundinn af skyldumætingu í nokkra áfanga þar. Þetta verður bara að fá að ráðast en ég er fyrst og fremst núna að einbeita mér að úrslitaleiknum á laugardag." Valur mætir þar liði Fram og stefnir í hörkuleik enda vilja Framarar sjálfsagt bæta fyrir það að liðið féll í 1. deildina nú í lokaumferðinni um helgina.Bjarni segir að þessi árangur komi sér á óvart enda hafi hann aldrei sett sér það markmið að verða atvinnumaður í knattspyrnu. "Ég var ekki þessi sex ára peyi sem sagðist ætla verða atvinnumaður þegar hann yrði stór. En þetta er engu að síður mjög spennandi og það er ekki til sá maður sem slær hendinni á móti þessu með réttu ráði." Eins og kunnugt er leikur Árni Gautur Arason, félagi Bjarna úr landsliðinu, með Vålerenga en það er sem stendur í toppsæti norsku deildarinnar þegar fáeinar umferðir eru eftir. Enginn Íslendingur leikur hins vegar með Odd Grenland. Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Bjarni hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarið ár en auk þess að vera hluti af mjög sterku liði Vals sem lauk keppni í öðru sæti í Landsbankadeild karla var hann þar að auki valinn í landsliðið þar sem hann fékk að spreyta sig í nokkrar mínútur fyrr í sumar. Bæði félögin norsku hafa fylgst með Bjarna í nokkurn tíma og sáu hann spila fáeina leiki hér heima í sumar. "Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt og þessir hlutir hafa gerst afar hratt," sagði Bjarni í samtali við Fréttablaðið í gær. "Ég veit hins vegar ekki hvort ég kemst út strax eftir bikarúrslitaleikinn þar sem ég er í námi í Kennaraháskólanum og er bundinn af skyldumætingu í nokkra áfanga þar. Þetta verður bara að fá að ráðast en ég er fyrst og fremst núna að einbeita mér að úrslitaleiknum á laugardag." Valur mætir þar liði Fram og stefnir í hörkuleik enda vilja Framarar sjálfsagt bæta fyrir það að liðið féll í 1. deildina nú í lokaumferðinni um helgina.Bjarni segir að þessi árangur komi sér á óvart enda hafi hann aldrei sett sér það markmið að verða atvinnumaður í knattspyrnu. "Ég var ekki þessi sex ára peyi sem sagðist ætla verða atvinnumaður þegar hann yrði stór. En þetta er engu að síður mjög spennandi og það er ekki til sá maður sem slær hendinni á móti þessu með réttu ráði." Eins og kunnugt er leikur Árni Gautur Arason, félagi Bjarna úr landsliðinu, með Vålerenga en það er sem stendur í toppsæti norsku deildarinnar þegar fáeinar umferðir eru eftir. Enginn Íslendingur leikur hins vegar með Odd Grenland.
Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira