Innlent

Málsaðilar bera hver sinn kostnað

Hæstiréttur staðfesti í vikunni dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrravetur um landamerki Vogajarða og jarða í Brunnstaðahverfi í Vatnsleysustrandarhreppi utan að felldur var niður málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur hafði klofnað í málinu og vildi meirihlutinn að þeir landeigendur sem undir urðu í deilunni greiddu þeim sem stefndu 700 þúsund krónur í málskostnað. Einn dómari skilaði hins vegar sératkvæði, tali landamerkin eiga að liggja öðruvísi og vildi að þeir sem stefndu reiddu fram 700 þúsundin handa hinum. Í dómi Hæstaréttar segir að málskostnaðinn sé rétt að "aðilar beri hver fyrir sig í héraði og fyrir Hæstarétti" en þeir sem kærðu eru alls nítján talsins og í hópnum sem var til varnar eru 24. Deilan snerist um staðsetningu tveggja kennileita sem getið var í landamerkjabréfum frá 1890 og eldri heimildum. Fallist var á kröfu landeigenda í Brunnstaðahverfi um að miða landamerkjalínuna við gamla girðingu sem sett var upp árið 1928 og getið í gamalli landskiptagerð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×