Sigldu bátnum af skerinu 16. september 2005 00:01 Allir voru enn um borð í skemmtibátnum sem fórst á Viðeyjarsundi um síðustu helgi þegar honum var siglt af Skarfaskeri sem hann steytti á, austur Viðeyjarsunds. Skömmu síðar valt báturinn og sökk. Rökstuddur grunur er um að eigandi bátsins og eiginkona hans hafi neytt áfengis um kvöldið, en þau björguðust ásamt 10 ára gömlum syni sínum. 34 ára gamall maður og 51 árs kona fórust í slysinu. Fólkið var beinbrotið og mikið slasað en drengurinn meiddist lítið. "Hann virðist hafa sloppið mjög vel, alla vega líkamlega," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann sendi í gær út tilkynningu um gang rannsóknarinnar á slysinu. Hörður segir ekkert benda til annars en að eigandi og umráðamaður bátsins hafi verið við stýrið þegar áreksturinn var, en engu verði þó slegið um það föstu fyrr en að rannsókn lokinni. Eigandinn og eiginkona hans njóta réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en þau hafi svarað öllum spurningum greiðlega. Ferðir bátsins hafa verið raktar út frá upplýsingum í GPS staðsetningartæki sem í honum var. Hörður segir af öllu ljóst að fólkið hafi verið á skemmtisiglingu og farið víða um sundin. Á leið til baka í átta að smábátahöfn Snarfara lenti báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Báturinn var kyrrstæður á eða við skerið um stund en var síðan siglt af stað aftur. "Skömmu síðar hætti GPS tækið að virka og er talið að báturinn hafi þá sokkið," segir í tilkynningunni. Fram kemur að um borð hafi verið að minnsta kosti fjórir farsíma, en hringt var í Neyðarlínu úr þremur þeirra. Fyrsta hringing var um 10 mínútum eftir áreksturinn, en samband var meira og minna við Neyðarlínu næstu 35 mínútur, að sögn Harðar. Báturinn fannst um 80 mínútum eftir fyrstu hringingu. Hörður segir aðstæður hafa verið erfiðar í myrkrinu á Viðeyjarsundi. "Fólk áttar sig ekkert, jafnvel búið að fá höfðuhögg. Svo fer þetta að skýrast og þá er leit komin í gang." Hann bendir á að ekki fari mikið fyrir bát sem marar í hálfu kafi og leitarsvæðið hafi verið stórt. "Kennileitin eru bara Engey, Viðey, Laugarnes eða Sundahöfn. Þetta er svolítið pláss," segir hann og telur nánast tilviljun hafa ráðið því að gúmbátur lögreglu sigldi fram á fólkið, en þá var fjöldi báta kominn til leitar. "Þetta er ekki nema eins og hálft skrifborð sem stendur upp úr sjó." Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Allir voru enn um borð í skemmtibátnum sem fórst á Viðeyjarsundi um síðustu helgi þegar honum var siglt af Skarfaskeri sem hann steytti á, austur Viðeyjarsunds. Skömmu síðar valt báturinn og sökk. Rökstuddur grunur er um að eigandi bátsins og eiginkona hans hafi neytt áfengis um kvöldið, en þau björguðust ásamt 10 ára gömlum syni sínum. 34 ára gamall maður og 51 árs kona fórust í slysinu. Fólkið var beinbrotið og mikið slasað en drengurinn meiddist lítið. "Hann virðist hafa sloppið mjög vel, alla vega líkamlega," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann sendi í gær út tilkynningu um gang rannsóknarinnar á slysinu. Hörður segir ekkert benda til annars en að eigandi og umráðamaður bátsins hafi verið við stýrið þegar áreksturinn var, en engu verði þó slegið um það föstu fyrr en að rannsókn lokinni. Eigandinn og eiginkona hans njóta réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en þau hafi svarað öllum spurningum greiðlega. Ferðir bátsins hafa verið raktar út frá upplýsingum í GPS staðsetningartæki sem í honum var. Hörður segir af öllu ljóst að fólkið hafi verið á skemmtisiglingu og farið víða um sundin. Á leið til baka í átta að smábátahöfn Snarfara lenti báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Báturinn var kyrrstæður á eða við skerið um stund en var síðan siglt af stað aftur. "Skömmu síðar hætti GPS tækið að virka og er talið að báturinn hafi þá sokkið," segir í tilkynningunni. Fram kemur að um borð hafi verið að minnsta kosti fjórir farsíma, en hringt var í Neyðarlínu úr þremur þeirra. Fyrsta hringing var um 10 mínútum eftir áreksturinn, en samband var meira og minna við Neyðarlínu næstu 35 mínútur, að sögn Harðar. Báturinn fannst um 80 mínútum eftir fyrstu hringingu. Hörður segir aðstæður hafa verið erfiðar í myrkrinu á Viðeyjarsundi. "Fólk áttar sig ekkert, jafnvel búið að fá höfðuhögg. Svo fer þetta að skýrast og þá er leit komin í gang." Hann bendir á að ekki fari mikið fyrir bát sem marar í hálfu kafi og leitarsvæðið hafi verið stórt. "Kennileitin eru bara Engey, Viðey, Laugarnes eða Sundahöfn. Þetta er svolítið pláss," segir hann og telur nánast tilviljun hafa ráðið því að gúmbátur lögreglu sigldi fram á fólkið, en þá var fjöldi báta kominn til leitar. "Þetta er ekki nema eins og hálft skrifborð sem stendur upp úr sjó."
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira