Innlent

Grunuð um að hafa neytt áfengis

Lögregla segir rökstuddan grun um að hvort tveggja eigandi bátsins sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags og kona hans hafi neytt áfengis um kvöldið áður en slysið varð. Bæði njóta þau réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur vegna rannsóknar málsins. Lögreglan hefur kortlagt ferðir bátsins með hjálp GPS-tækis. Þar kemur í ljós að bátnum var siglt á skerið á miklum hraða og stöðvaðist hann þar um stund en var síðan siglt af aftur af stað austur Viðeyjarsund. Fjórir farsímar voru um borð í bátnum og var hringt úr þremur þeirra í Neyðarlínu, þeim fyrsta tíu mínútum eftir að báturinn steytti á skerinu. Eftir það hélst símasamband milli Neyðarlínu og fólksins í bátnum í 35 mínútur. Lögregla fann bátinn klukkutíma og tuttugu mínútum eftir að hann steytti á skerinu, þá voru þrír á kili bátsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×