Evrópska mótaröðin í Þorlákshöfn 15. september 2005 00:01 Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn. Margeir segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Hann vinnur að því að fá fjárfesta í lið með sér auk þess sem hann hefur ráðið heimsþekktan golfvallarhönnuð til þess að teikna völlinn. Hann vill þó ekki gefa upp nafn hans að svo komnu máli. "Þetta er allt í vinnslu og er gríðarlega spennandi dæmi, vægast sagt. Það hefur lengi verið talað um það að byggja alvöru golfvöll á Íslandi. Nú eru menn tilbúnir í þetta og undirbúningur í fullum gangi," segir Margeir. Í Þorlákshöfn eru kjöraðstæður fyrir strandvöll í hæsta gæðaflokki sem gæti hýst golfmót atvinnumanna. Margeir neitar því ekki að þar er horft til evrópsku mótaraðarinnar. Stefnt er að því að golfvöllurinn verði tilbúinn 2008 eða ári síðar og þá er spurning hvort fremstu kylfingar heims, á borð við Colin Montgomerie, Ernie Els, Retief Goosen og fleiri snillingar mæti á strandvöllinn í Þorlákshöfn til þess að spila í evrópusku mótaröðinni. Samhliða vellinum verður byggt æfingaaðstaða, golfskáli og gistiaðstaða, einnig á vegum Golf ehf. Í Þorlákshöfn er nú þegar fyrir golfvöllur sem nýlega var stækkaður í 18 holur og er lengst golfvöllur landsins. Golf ehf. hyggst einnig taka að sér rekstur hans og hafa því tvo 18 holu velli í hæsta gæðaflokki. Ljóst er að mörg ný störf verða til með byggingu golfvallarins í Þorlákshöfn. "Þar sem sól skín á svartan sand myndast auðvitað hiti og þess vegna þetta stórkostlegt land undir golfvöll. Það styttist í að við getum upplýst meira um fyrirætlanir okkar," sagði Margeir. Golf Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn. Margeir segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Hann vinnur að því að fá fjárfesta í lið með sér auk þess sem hann hefur ráðið heimsþekktan golfvallarhönnuð til þess að teikna völlinn. Hann vill þó ekki gefa upp nafn hans að svo komnu máli. "Þetta er allt í vinnslu og er gríðarlega spennandi dæmi, vægast sagt. Það hefur lengi verið talað um það að byggja alvöru golfvöll á Íslandi. Nú eru menn tilbúnir í þetta og undirbúningur í fullum gangi," segir Margeir. Í Þorlákshöfn eru kjöraðstæður fyrir strandvöll í hæsta gæðaflokki sem gæti hýst golfmót atvinnumanna. Margeir neitar því ekki að þar er horft til evrópsku mótaraðarinnar. Stefnt er að því að golfvöllurinn verði tilbúinn 2008 eða ári síðar og þá er spurning hvort fremstu kylfingar heims, á borð við Colin Montgomerie, Ernie Els, Retief Goosen og fleiri snillingar mæti á strandvöllinn í Þorlákshöfn til þess að spila í evrópusku mótaröðinni. Samhliða vellinum verður byggt æfingaaðstaða, golfskáli og gistiaðstaða, einnig á vegum Golf ehf. Í Þorlákshöfn er nú þegar fyrir golfvöllur sem nýlega var stækkaður í 18 holur og er lengst golfvöllur landsins. Golf ehf. hyggst einnig taka að sér rekstur hans og hafa því tvo 18 holu velli í hæsta gæðaflokki. Ljóst er að mörg ný störf verða til með byggingu golfvallarins í Þorlákshöfn. "Þar sem sól skín á svartan sand myndast auðvitað hiti og þess vegna þetta stórkostlegt land undir golfvöll. Það styttist í að við getum upplýst meira um fyrirætlanir okkar," sagði Margeir.
Golf Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira