Evrópska mótaröðin í Þorlákshöfn 15. september 2005 00:01 Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn. Margeir segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Hann vinnur að því að fá fjárfesta í lið með sér auk þess sem hann hefur ráðið heimsþekktan golfvallarhönnuð til þess að teikna völlinn. Hann vill þó ekki gefa upp nafn hans að svo komnu máli. "Þetta er allt í vinnslu og er gríðarlega spennandi dæmi, vægast sagt. Það hefur lengi verið talað um það að byggja alvöru golfvöll á Íslandi. Nú eru menn tilbúnir í þetta og undirbúningur í fullum gangi," segir Margeir. Í Þorlákshöfn eru kjöraðstæður fyrir strandvöll í hæsta gæðaflokki sem gæti hýst golfmót atvinnumanna. Margeir neitar því ekki að þar er horft til evrópsku mótaraðarinnar. Stefnt er að því að golfvöllurinn verði tilbúinn 2008 eða ári síðar og þá er spurning hvort fremstu kylfingar heims, á borð við Colin Montgomerie, Ernie Els, Retief Goosen og fleiri snillingar mæti á strandvöllinn í Þorlákshöfn til þess að spila í evrópusku mótaröðinni. Samhliða vellinum verður byggt æfingaaðstaða, golfskáli og gistiaðstaða, einnig á vegum Golf ehf. Í Þorlákshöfn er nú þegar fyrir golfvöllur sem nýlega var stækkaður í 18 holur og er lengst golfvöllur landsins. Golf ehf. hyggst einnig taka að sér rekstur hans og hafa því tvo 18 holu velli í hæsta gæðaflokki. Ljóst er að mörg ný störf verða til með byggingu golfvallarins í Þorlákshöfn. "Þar sem sól skín á svartan sand myndast auðvitað hiti og þess vegna þetta stórkostlegt land undir golfvöll. Það styttist í að við getum upplýst meira um fyrirætlanir okkar," sagði Margeir. Golf Mest lesið Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sjá meira
Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn. Margeir segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Hann vinnur að því að fá fjárfesta í lið með sér auk þess sem hann hefur ráðið heimsþekktan golfvallarhönnuð til þess að teikna völlinn. Hann vill þó ekki gefa upp nafn hans að svo komnu máli. "Þetta er allt í vinnslu og er gríðarlega spennandi dæmi, vægast sagt. Það hefur lengi verið talað um það að byggja alvöru golfvöll á Íslandi. Nú eru menn tilbúnir í þetta og undirbúningur í fullum gangi," segir Margeir. Í Þorlákshöfn eru kjöraðstæður fyrir strandvöll í hæsta gæðaflokki sem gæti hýst golfmót atvinnumanna. Margeir neitar því ekki að þar er horft til evrópsku mótaraðarinnar. Stefnt er að því að golfvöllurinn verði tilbúinn 2008 eða ári síðar og þá er spurning hvort fremstu kylfingar heims, á borð við Colin Montgomerie, Ernie Els, Retief Goosen og fleiri snillingar mæti á strandvöllinn í Þorlákshöfn til þess að spila í evrópusku mótaröðinni. Samhliða vellinum verður byggt æfingaaðstaða, golfskáli og gistiaðstaða, einnig á vegum Golf ehf. Í Þorlákshöfn er nú þegar fyrir golfvöllur sem nýlega var stækkaður í 18 holur og er lengst golfvöllur landsins. Golf ehf. hyggst einnig taka að sér rekstur hans og hafa því tvo 18 holu velli í hæsta gæðaflokki. Ljóst er að mörg ný störf verða til með byggingu golfvallarins í Þorlákshöfn. "Þar sem sól skín á svartan sand myndast auðvitað hiti og þess vegna þetta stórkostlegt land undir golfvöll. Það styttist í að við getum upplýst meira um fyrirætlanir okkar," sagði Margeir.
Golf Mest lesið Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sjá meira