Eiður á erfitt uppdráttar 14. september 2005 00:01 Það er hörð samkeppni um að komast í liðið hjá Englandsmeisturum Chelsea og okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki farið varhluta af því síðan að Ghana-maðurinn Michael Essien kom fyrir 24 milljónir punda frá franska liðinu Lyon 19. ágúst síðastliðinn. Eiður Smári hefur þannig fengið fæst tækifæri af þeim tíu leikmönnum sem spila á miðju eða framlínu liðsins og Essien hefur sem dæmi aðeins misst úr eina mínútu síðan að hann kom inná fyrir Eið gegn Arsenal 21. ágúst síðastliðinn. Næstur fyrir ofan Eið Smára í mínútufjölda af sóknar- og miðjumönnum liðsins er Argentínumaðurinn Hernan Crespo sem hefur einnig orðið undir í samkeppni. Crespo hefur misst sæti sitt til Didier Drogba en Fílabeinstrandarmaðurinn hefur þegar skorað fimm mörk á tímabilinu gegn aðeins einu frá Crespo. Eiður Smári á enn eftir að skora fyrir Chelsea á tímabilinu en hann hefur leikið alls níu leiki og í 443 mínútur í bæði undirbúningsleikjum sem og leikjum á tímabilinu. Þessi tölfræði er ekki að hjálpa Eiði í að minna á sig þótt að Jose Mourinho hafi fært hann aftar á völlinn og markaskorun er ekki alveg eins þáttur í hans leik og hún var þegar hann lék eingöngu sem framherji. Önnur tölfræði sem er ekki að hjálpa okkar manni er sú að það hefur heldur ekki gengið nægilega vel hjá Chelsea þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inná. Chelsea-liðið á enn eftir að skora í úrvalsdeildinni í vetur með Eið Smára inná en Eiður hefur leikið í alls 148 mínútur til þessa í deildinni. Chelsea hefur síðan skorað 10 mörk á þeim 302 mínútum sem Eiður Smári hefur setið á bekknum eða upp í stúku. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Það er hörð samkeppni um að komast í liðið hjá Englandsmeisturum Chelsea og okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki farið varhluta af því síðan að Ghana-maðurinn Michael Essien kom fyrir 24 milljónir punda frá franska liðinu Lyon 19. ágúst síðastliðinn. Eiður Smári hefur þannig fengið fæst tækifæri af þeim tíu leikmönnum sem spila á miðju eða framlínu liðsins og Essien hefur sem dæmi aðeins misst úr eina mínútu síðan að hann kom inná fyrir Eið gegn Arsenal 21. ágúst síðastliðinn. Næstur fyrir ofan Eið Smára í mínútufjölda af sóknar- og miðjumönnum liðsins er Argentínumaðurinn Hernan Crespo sem hefur einnig orðið undir í samkeppni. Crespo hefur misst sæti sitt til Didier Drogba en Fílabeinstrandarmaðurinn hefur þegar skorað fimm mörk á tímabilinu gegn aðeins einu frá Crespo. Eiður Smári á enn eftir að skora fyrir Chelsea á tímabilinu en hann hefur leikið alls níu leiki og í 443 mínútur í bæði undirbúningsleikjum sem og leikjum á tímabilinu. Þessi tölfræði er ekki að hjálpa Eiði í að minna á sig þótt að Jose Mourinho hafi fært hann aftar á völlinn og markaskorun er ekki alveg eins þáttur í hans leik og hún var þegar hann lék eingöngu sem framherji. Önnur tölfræði sem er ekki að hjálpa okkar manni er sú að það hefur heldur ekki gengið nægilega vel hjá Chelsea þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inná. Chelsea-liðið á enn eftir að skora í úrvalsdeildinni í vetur með Eið Smára inná en Eiður hefur leikið í alls 148 mínútur til þessa í deildinni. Chelsea hefur síðan skorað 10 mörk á þeim 302 mínútum sem Eiður Smári hefur setið á bekknum eða upp í stúku.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira