Eiður á erfitt uppdráttar 14. september 2005 00:01 Það er hörð samkeppni um að komast í liðið hjá Englandsmeisturum Chelsea og okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki farið varhluta af því síðan að Ghana-maðurinn Michael Essien kom fyrir 24 milljónir punda frá franska liðinu Lyon 19. ágúst síðastliðinn. Eiður Smári hefur þannig fengið fæst tækifæri af þeim tíu leikmönnum sem spila á miðju eða framlínu liðsins og Essien hefur sem dæmi aðeins misst úr eina mínútu síðan að hann kom inná fyrir Eið gegn Arsenal 21. ágúst síðastliðinn. Næstur fyrir ofan Eið Smára í mínútufjölda af sóknar- og miðjumönnum liðsins er Argentínumaðurinn Hernan Crespo sem hefur einnig orðið undir í samkeppni. Crespo hefur misst sæti sitt til Didier Drogba en Fílabeinstrandarmaðurinn hefur þegar skorað fimm mörk á tímabilinu gegn aðeins einu frá Crespo. Eiður Smári á enn eftir að skora fyrir Chelsea á tímabilinu en hann hefur leikið alls níu leiki og í 443 mínútur í bæði undirbúningsleikjum sem og leikjum á tímabilinu. Þessi tölfræði er ekki að hjálpa Eiði í að minna á sig þótt að Jose Mourinho hafi fært hann aftar á völlinn og markaskorun er ekki alveg eins þáttur í hans leik og hún var þegar hann lék eingöngu sem framherji. Önnur tölfræði sem er ekki að hjálpa okkar manni er sú að það hefur heldur ekki gengið nægilega vel hjá Chelsea þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inná. Chelsea-liðið á enn eftir að skora í úrvalsdeildinni í vetur með Eið Smára inná en Eiður hefur leikið í alls 148 mínútur til þessa í deildinni. Chelsea hefur síðan skorað 10 mörk á þeim 302 mínútum sem Eiður Smári hefur setið á bekknum eða upp í stúku. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Sjá meira
Það er hörð samkeppni um að komast í liðið hjá Englandsmeisturum Chelsea og okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki farið varhluta af því síðan að Ghana-maðurinn Michael Essien kom fyrir 24 milljónir punda frá franska liðinu Lyon 19. ágúst síðastliðinn. Eiður Smári hefur þannig fengið fæst tækifæri af þeim tíu leikmönnum sem spila á miðju eða framlínu liðsins og Essien hefur sem dæmi aðeins misst úr eina mínútu síðan að hann kom inná fyrir Eið gegn Arsenal 21. ágúst síðastliðinn. Næstur fyrir ofan Eið Smára í mínútufjölda af sóknar- og miðjumönnum liðsins er Argentínumaðurinn Hernan Crespo sem hefur einnig orðið undir í samkeppni. Crespo hefur misst sæti sitt til Didier Drogba en Fílabeinstrandarmaðurinn hefur þegar skorað fimm mörk á tímabilinu gegn aðeins einu frá Crespo. Eiður Smári á enn eftir að skora fyrir Chelsea á tímabilinu en hann hefur leikið alls níu leiki og í 443 mínútur í bæði undirbúningsleikjum sem og leikjum á tímabilinu. Þessi tölfræði er ekki að hjálpa Eiði í að minna á sig þótt að Jose Mourinho hafi fært hann aftar á völlinn og markaskorun er ekki alveg eins þáttur í hans leik og hún var þegar hann lék eingöngu sem framherji. Önnur tölfræði sem er ekki að hjálpa okkar manni er sú að það hefur heldur ekki gengið nægilega vel hjá Chelsea þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inná. Chelsea-liðið á enn eftir að skora í úrvalsdeildinni í vetur með Eið Smára inná en Eiður hefur leikið í alls 148 mínútur til þessa í deildinni. Chelsea hefur síðan skorað 10 mörk á þeim 302 mínútum sem Eiður Smári hefur setið á bekknum eða upp í stúku.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Sjá meira