Helgi Sigurðsson á leið heim 13. september 2005 00:01 "Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. "Þetta er búinn að vera langur tími og það er tímabært að koma sér heim aftur. Og þó svo að tími minn erlendis hafi verið frábær er ég orðinn mjög spenntur fyrir heimkomunni."Helgi segir að sér hafi borist fyrirspurnir frá fjórum eða fimm félögum hér heima. "Ég vil bara fyrst ljúka mínum málum hér áður en ég fer að heyra einhver tilboð frá íslenskum félögum. Samningur minn við AGF rennur út í júní á næsta ári og ætla ég að reyna að koma mér heim um áramótin. Ég býst við að fá svar fljótlega en þar til þau mál eru komin á hreint vil ég ekki ræða næsta sumar af einhverri alvöru." Helgi er nú að jafna sig eftir uppskurð sem hann fór í mars síðastliðnum vegna meiðsla á hásin. "En það bara fannst ekki neitt. Þetta var í raun algert rugl því það þýddi samt að ég þurfti að vera frá í sjö mánuði. Og núna þegar ég fór aftur af stað í júlí fann ég ekki fyrir neinu. En það er fyrst núna sem ég er farinn að finna að formið er að koma aftur."Hvað framtíðina varðar á Íslandi vill Helgi lítið gefa upp. Hann er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 en skipti yfir í Fram áður en hann hélt í atvinnumennskuna árið 1994. Hann lék svo fimm leiki með Fram sumarið 1997. "Vitaskuld minnast allir á Framara og er það í sjálfu sér minn fyrsti kostur. Ég mun alltaf tala við þá. Víkingur er líka vel inni í myndinni, sem og fleiri félög," segir Helgi og er ekki að heyra á honum að hann muni setja það fyrir sig að ganga til liðs við Fram þó svo að liðið falli í 1. deildina nú um helgina. "Þetta verður bara að fá að koma í ljós. Það verða að minnsta kosti viðbrigði að koma heim og fara að vinna og svona. Ljúfa lífinu að ljúka," sagði Helgi og hló. Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira
"Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. "Þetta er búinn að vera langur tími og það er tímabært að koma sér heim aftur. Og þó svo að tími minn erlendis hafi verið frábær er ég orðinn mjög spenntur fyrir heimkomunni."Helgi segir að sér hafi borist fyrirspurnir frá fjórum eða fimm félögum hér heima. "Ég vil bara fyrst ljúka mínum málum hér áður en ég fer að heyra einhver tilboð frá íslenskum félögum. Samningur minn við AGF rennur út í júní á næsta ári og ætla ég að reyna að koma mér heim um áramótin. Ég býst við að fá svar fljótlega en þar til þau mál eru komin á hreint vil ég ekki ræða næsta sumar af einhverri alvöru." Helgi er nú að jafna sig eftir uppskurð sem hann fór í mars síðastliðnum vegna meiðsla á hásin. "En það bara fannst ekki neitt. Þetta var í raun algert rugl því það þýddi samt að ég þurfti að vera frá í sjö mánuði. Og núna þegar ég fór aftur af stað í júlí fann ég ekki fyrir neinu. En það er fyrst núna sem ég er farinn að finna að formið er að koma aftur."Hvað framtíðina varðar á Íslandi vill Helgi lítið gefa upp. Hann er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 en skipti yfir í Fram áður en hann hélt í atvinnumennskuna árið 1994. Hann lék svo fimm leiki með Fram sumarið 1997. "Vitaskuld minnast allir á Framara og er það í sjálfu sér minn fyrsti kostur. Ég mun alltaf tala við þá. Víkingur er líka vel inni í myndinni, sem og fleiri félög," segir Helgi og er ekki að heyra á honum að hann muni setja það fyrir sig að ganga til liðs við Fram þó svo að liðið falli í 1. deildina nú um helgina. "Þetta verður bara að fá að koma í ljós. Það verða að minnsta kosti viðbrigði að koma heim og fara að vinna og svona. Ljúfa lífinu að ljúka," sagði Helgi og hló.
Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira