Helgi Sigurðsson á leið heim 13. september 2005 00:01 "Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. "Þetta er búinn að vera langur tími og það er tímabært að koma sér heim aftur. Og þó svo að tími minn erlendis hafi verið frábær er ég orðinn mjög spenntur fyrir heimkomunni."Helgi segir að sér hafi borist fyrirspurnir frá fjórum eða fimm félögum hér heima. "Ég vil bara fyrst ljúka mínum málum hér áður en ég fer að heyra einhver tilboð frá íslenskum félögum. Samningur minn við AGF rennur út í júní á næsta ári og ætla ég að reyna að koma mér heim um áramótin. Ég býst við að fá svar fljótlega en þar til þau mál eru komin á hreint vil ég ekki ræða næsta sumar af einhverri alvöru." Helgi er nú að jafna sig eftir uppskurð sem hann fór í mars síðastliðnum vegna meiðsla á hásin. "En það bara fannst ekki neitt. Þetta var í raun algert rugl því það þýddi samt að ég þurfti að vera frá í sjö mánuði. Og núna þegar ég fór aftur af stað í júlí fann ég ekki fyrir neinu. En það er fyrst núna sem ég er farinn að finna að formið er að koma aftur."Hvað framtíðina varðar á Íslandi vill Helgi lítið gefa upp. Hann er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 en skipti yfir í Fram áður en hann hélt í atvinnumennskuna árið 1994. Hann lék svo fimm leiki með Fram sumarið 1997. "Vitaskuld minnast allir á Framara og er það í sjálfu sér minn fyrsti kostur. Ég mun alltaf tala við þá. Víkingur er líka vel inni í myndinni, sem og fleiri félög," segir Helgi og er ekki að heyra á honum að hann muni setja það fyrir sig að ganga til liðs við Fram þó svo að liðið falli í 1. deildina nú um helgina. "Þetta verður bara að fá að koma í ljós. Það verða að minnsta kosti viðbrigði að koma heim og fara að vinna og svona. Ljúfa lífinu að ljúka," sagði Helgi og hló. Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Sjá meira
"Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. "Þetta er búinn að vera langur tími og það er tímabært að koma sér heim aftur. Og þó svo að tími minn erlendis hafi verið frábær er ég orðinn mjög spenntur fyrir heimkomunni."Helgi segir að sér hafi borist fyrirspurnir frá fjórum eða fimm félögum hér heima. "Ég vil bara fyrst ljúka mínum málum hér áður en ég fer að heyra einhver tilboð frá íslenskum félögum. Samningur minn við AGF rennur út í júní á næsta ári og ætla ég að reyna að koma mér heim um áramótin. Ég býst við að fá svar fljótlega en þar til þau mál eru komin á hreint vil ég ekki ræða næsta sumar af einhverri alvöru." Helgi er nú að jafna sig eftir uppskurð sem hann fór í mars síðastliðnum vegna meiðsla á hásin. "En það bara fannst ekki neitt. Þetta var í raun algert rugl því það þýddi samt að ég þurfti að vera frá í sjö mánuði. Og núna þegar ég fór aftur af stað í júlí fann ég ekki fyrir neinu. En það er fyrst núna sem ég er farinn að finna að formið er að koma aftur."Hvað framtíðina varðar á Íslandi vill Helgi lítið gefa upp. Hann er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 en skipti yfir í Fram áður en hann hélt í atvinnumennskuna árið 1994. Hann lék svo fimm leiki með Fram sumarið 1997. "Vitaskuld minnast allir á Framara og er það í sjálfu sér minn fyrsti kostur. Ég mun alltaf tala við þá. Víkingur er líka vel inni í myndinni, sem og fleiri félög," segir Helgi og er ekki að heyra á honum að hann muni setja það fyrir sig að ganga til liðs við Fram þó svo að liðið falli í 1. deildina nú um helgina. "Þetta verður bara að fá að koma í ljós. Það verða að minnsta kosti viðbrigði að koma heim og fara að vinna og svona. Ljúfa lífinu að ljúka," sagði Helgi og hló.
Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Sjá meira