Erlent

Velferð í ríku landi

Þetta er glæsilegur sigur sem Verkamannaflokkurinn vann," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar. "Flokkurinn býður upp á skýran valkost með meirihlutastjórn á vinstrivængnum og hefur auk þess aftur náð vopnum sínum. Hann var nokkuð klofinn um tíma en kemur nú fram sem ein heild með sterka ásýnd." Vinstrabandalagið undir forystu Jens Stoltenbergs lagði áherslu á ýmis velferðarmál en innan þess varð ekki eining um afstöðuna til Evrópusambandsins. "Það var gerður um það fyrirvari af hálfu Verkamannaflokksins að ef til aðildarumsóknar kæmi yrði leitað út fyrir raðir vinstra bandalagsins." Ingibjörg fagnar áherslum á velferðarmál og áform nýrra valdhafa í Noregi um að fjárfesta í fólki og segir greinilegt að það skipti máli í þessu ríka landi. "Mikill kosningasigur Framfaraflokksins vekur athygli. Það er sá þáttur sem mér þykir dálítið ógnvænlegur. Uppgangur þjóðernissinnaðra hægriflokka er fyrir hendi bæði í Danmörku og Noregi," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×