
Innlent
Innbrotsþjófur enn ófundinn
Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þess sem braust inn í tölvuverslun í Bæjarlind í Kópavogi um fimmleytið í morgun. Stolin traktorsgrafa var notuð við verknaðinn og dyr og stór sýningargluggi voru brotin með afturskóflunni til að komast inn í verslunina. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var nokkrum fartölvum stolið, en ekki er útilokað að fleira hafi verið tekið. Ekki er enn ljóst hvernig þjófurinn yfirgaf staðinn, en líklegt þykir að hann hafi verið á bíl. Lögreglan segir engan sérstakan liggja undir grun. Málið er enn í rannsókn.