Erlent

Koma að hreinsistöð í Pétursborg

Norræni fjárfestingarbankinn og umhverfisfjármögnunarfyrirtækið NEFCO eru meðal stærstu þátttakenda í umhverfisverkefni í Pétursborg í Rússlandi. Þar er hreinsistöð fyrir hartnær eina milljón íbúa nú tilbúin til notkunar. Talið er að hreinsistöðin muni hafa mikil áhrif á vatnsgæði í Finnskaflóa sem og annars staðar í Eystrasaltinu. Kostnaður við hreinsistöðina nemur 188 milljónum evra, eða um 14 milljörðum íslenskra króna. Þetta er stærsta norræna umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í, en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, mun opna stöðina 22. september. Auk hans verða Tarja Halonen, forseti Finnlands, og Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, viðstödd opnunina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×