Rooney skapheitur 10. september 2005 00:01 Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Það eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur síðan að Wayne Rooney lofaði bót og betrun. Hann ætlaði að taka sig á í skapinu og hætta að safna óþarfa gulum spjöldum. En atvikið sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Englands og Norður-Írlands í Belfast síðastliðið miðvikudagskvöld ber þess merki að eitthvað hefur orðið lítið úr áætlunum hans. Rooney missti algerlega stjórn á skapinu sínu og sparkaði boltanum í mikilli bræði að David Healy, leikmanni Norður-Íra en hitti reyndar ekki. Hann átti svo í stimpingum við Keith Gillespie og blótaði þar að auki ekki bara dómaranum, heldur samherjum sínum David Beckham, Steven Gerrard og Rio Ferdinand. Hann mátti teljast afar heppinn að hafa aðeins uppskorið gult spjald. Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari virðist eiga í miklum vandræðum með að hemja skap hins kornunga Wayne Rooney. Hann getur þó huggað sig við það að hann sé væntanlega ekki sá eini sem á í þessum vanda. Spurningin er hvort einhver yfirleitt geti haft stjórn á stráknum. Keith Power er þekktur breskur íþróttasálfræðingur sem hefur unnið með þó nokkrum enskum leikmönnum. Hann segir að Rooney, sem er ekki nema 19 ára gamall, þurfi á hjálp sérfræðings að halda. "Það er mismunandi en sumir íþróttamenn virðast þurfa að vera hæfilega æstir til að ná sínu besta fram. Aðrir þurfa að vera alveg rólegir en hvað Rooney varðar er hann nokkuð æstur þegar hann er upp á sitt besta. Spurningin er hins vegar hvort að það hafi neikvæð áhrif á spilamennsku hans þegar hann verður of æstur. Rannsóknir hafa sýnt að þegar íþróttamenn eru í slíku ástandi geta þeir misst sig mjög fljótt. Þeir verða í of miklu uppnámi til að geta lagt sitt besta fram í leikinn," sagði Power í samtali við enska blaðið Guardian. Gillespie lýsti ástandinu þannig að Rooney hafi einfaldlega "misst sig algerlega," þó svo að hann hafi reyndar beðið Gillespie afsökunar í hálfleik. "Það fór í taugarnar á honum að hann fékk engar aukaspyrnur dæmdar sér í vil," sagði Gillespie. "Og ég er viss um að ef til dæmis Ítali eða Argentínumaður sæu hann þannig myndu þeir pottþétt reyna að hrista upp í honum og gera ástandið verra." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Það eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur síðan að Wayne Rooney lofaði bót og betrun. Hann ætlaði að taka sig á í skapinu og hætta að safna óþarfa gulum spjöldum. En atvikið sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Englands og Norður-Írlands í Belfast síðastliðið miðvikudagskvöld ber þess merki að eitthvað hefur orðið lítið úr áætlunum hans. Rooney missti algerlega stjórn á skapinu sínu og sparkaði boltanum í mikilli bræði að David Healy, leikmanni Norður-Íra en hitti reyndar ekki. Hann átti svo í stimpingum við Keith Gillespie og blótaði þar að auki ekki bara dómaranum, heldur samherjum sínum David Beckham, Steven Gerrard og Rio Ferdinand. Hann mátti teljast afar heppinn að hafa aðeins uppskorið gult spjald. Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari virðist eiga í miklum vandræðum með að hemja skap hins kornunga Wayne Rooney. Hann getur þó huggað sig við það að hann sé væntanlega ekki sá eini sem á í þessum vanda. Spurningin er hvort einhver yfirleitt geti haft stjórn á stráknum. Keith Power er þekktur breskur íþróttasálfræðingur sem hefur unnið með þó nokkrum enskum leikmönnum. Hann segir að Rooney, sem er ekki nema 19 ára gamall, þurfi á hjálp sérfræðings að halda. "Það er mismunandi en sumir íþróttamenn virðast þurfa að vera hæfilega æstir til að ná sínu besta fram. Aðrir þurfa að vera alveg rólegir en hvað Rooney varðar er hann nokkuð æstur þegar hann er upp á sitt besta. Spurningin er hins vegar hvort að það hafi neikvæð áhrif á spilamennsku hans þegar hann verður of æstur. Rannsóknir hafa sýnt að þegar íþróttamenn eru í slíku ástandi geta þeir misst sig mjög fljótt. Þeir verða í of miklu uppnámi til að geta lagt sitt besta fram í leikinn," sagði Power í samtali við enska blaðið Guardian. Gillespie lýsti ástandinu þannig að Rooney hafi einfaldlega "misst sig algerlega," þó svo að hann hafi reyndar beðið Gillespie afsökunar í hálfleik. "Það fór í taugarnar á honum að hann fékk engar aukaspyrnur dæmdar sér í vil," sagði Gillespie. "Og ég er viss um að ef til dæmis Ítali eða Argentínumaður sæu hann þannig myndu þeir pottþétt reyna að hrista upp í honum og gera ástandið verra."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira