Rooney skapheitur 10. september 2005 00:01 Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Það eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur síðan að Wayne Rooney lofaði bót og betrun. Hann ætlaði að taka sig á í skapinu og hætta að safna óþarfa gulum spjöldum. En atvikið sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Englands og Norður-Írlands í Belfast síðastliðið miðvikudagskvöld ber þess merki að eitthvað hefur orðið lítið úr áætlunum hans. Rooney missti algerlega stjórn á skapinu sínu og sparkaði boltanum í mikilli bræði að David Healy, leikmanni Norður-Íra en hitti reyndar ekki. Hann átti svo í stimpingum við Keith Gillespie og blótaði þar að auki ekki bara dómaranum, heldur samherjum sínum David Beckham, Steven Gerrard og Rio Ferdinand. Hann mátti teljast afar heppinn að hafa aðeins uppskorið gult spjald. Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari virðist eiga í miklum vandræðum með að hemja skap hins kornunga Wayne Rooney. Hann getur þó huggað sig við það að hann sé væntanlega ekki sá eini sem á í þessum vanda. Spurningin er hvort einhver yfirleitt geti haft stjórn á stráknum. Keith Power er þekktur breskur íþróttasálfræðingur sem hefur unnið með þó nokkrum enskum leikmönnum. Hann segir að Rooney, sem er ekki nema 19 ára gamall, þurfi á hjálp sérfræðings að halda. "Það er mismunandi en sumir íþróttamenn virðast þurfa að vera hæfilega æstir til að ná sínu besta fram. Aðrir þurfa að vera alveg rólegir en hvað Rooney varðar er hann nokkuð æstur þegar hann er upp á sitt besta. Spurningin er hins vegar hvort að það hafi neikvæð áhrif á spilamennsku hans þegar hann verður of æstur. Rannsóknir hafa sýnt að þegar íþróttamenn eru í slíku ástandi geta þeir misst sig mjög fljótt. Þeir verða í of miklu uppnámi til að geta lagt sitt besta fram í leikinn," sagði Power í samtali við enska blaðið Guardian. Gillespie lýsti ástandinu þannig að Rooney hafi einfaldlega "misst sig algerlega," þó svo að hann hafi reyndar beðið Gillespie afsökunar í hálfleik. "Það fór í taugarnar á honum að hann fékk engar aukaspyrnur dæmdar sér í vil," sagði Gillespie. "Og ég er viss um að ef til dæmis Ítali eða Argentínumaður sæu hann þannig myndu þeir pottþétt reyna að hrista upp í honum og gera ástandið verra." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Það eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur síðan að Wayne Rooney lofaði bót og betrun. Hann ætlaði að taka sig á í skapinu og hætta að safna óþarfa gulum spjöldum. En atvikið sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Englands og Norður-Írlands í Belfast síðastliðið miðvikudagskvöld ber þess merki að eitthvað hefur orðið lítið úr áætlunum hans. Rooney missti algerlega stjórn á skapinu sínu og sparkaði boltanum í mikilli bræði að David Healy, leikmanni Norður-Íra en hitti reyndar ekki. Hann átti svo í stimpingum við Keith Gillespie og blótaði þar að auki ekki bara dómaranum, heldur samherjum sínum David Beckham, Steven Gerrard og Rio Ferdinand. Hann mátti teljast afar heppinn að hafa aðeins uppskorið gult spjald. Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari virðist eiga í miklum vandræðum með að hemja skap hins kornunga Wayne Rooney. Hann getur þó huggað sig við það að hann sé væntanlega ekki sá eini sem á í þessum vanda. Spurningin er hvort einhver yfirleitt geti haft stjórn á stráknum. Keith Power er þekktur breskur íþróttasálfræðingur sem hefur unnið með þó nokkrum enskum leikmönnum. Hann segir að Rooney, sem er ekki nema 19 ára gamall, þurfi á hjálp sérfræðings að halda. "Það er mismunandi en sumir íþróttamenn virðast þurfa að vera hæfilega æstir til að ná sínu besta fram. Aðrir þurfa að vera alveg rólegir en hvað Rooney varðar er hann nokkuð æstur þegar hann er upp á sitt besta. Spurningin er hins vegar hvort að það hafi neikvæð áhrif á spilamennsku hans þegar hann verður of æstur. Rannsóknir hafa sýnt að þegar íþróttamenn eru í slíku ástandi geta þeir misst sig mjög fljótt. Þeir verða í of miklu uppnámi til að geta lagt sitt besta fram í leikinn," sagði Power í samtali við enska blaðið Guardian. Gillespie lýsti ástandinu þannig að Rooney hafi einfaldlega "misst sig algerlega," þó svo að hann hafi reyndar beðið Gillespie afsökunar í hálfleik. "Það fór í taugarnar á honum að hann fékk engar aukaspyrnur dæmdar sér í vil," sagði Gillespie. "Og ég er viss um að ef til dæmis Ítali eða Argentínumaður sæu hann þannig myndu þeir pottþétt reyna að hrista upp í honum og gera ástandið verra."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira