Sport

Jol hrósar Michael Carrick

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspurs, hrósaði miðjumanni sínum Michael Carrick í hástert eftir leikinn við Liverpool í dag og sagði hann hafa átt miðjuna í leiknum. Jol segist ekki skilja af hverju Carrick er ekki valinn í enska landsliðið. "Michael var ótrúlegur í dag og mér þótti hann eiga miðjuna og ég skil hreinlega af hverju hann er ekki í enska landsliðinu. Hann er búinn að leika einstaklega vel fyrir okkur og ég veit að hann er mikils metinn leikmaður. Ég ætti kannski ekki að vera að hrósa honum of mikið, en hann spilar alltaf stórt hlutverk í öllu því sem við erum að gera með lið Tottenham," sagði Jol. Breskir netmiðlar skafa heldur ekki af áhuga sínum á Carrick og halda því fram að hann sé maðurinn sem vanti í enska liðið. "Carrick er maðurinn sem Eriksson á að velja í enska landsliðið. Gerrard og Lampard eru slakir um þessar mundir og David Beckham er enginn varnarmiðjumaður. Eriksson ætti að sjá sóma sinn í því að velja Carrick í liðið, því hann hefur þegar sannað að hann er besti enski leikmaðurinn sem leikur þessa stöðu," skrifaði breskur dálkahöfundur eftir leikinn í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×