Erlent

Mubarak hlaut 88,6% atkvæða

Hosni Mubarak sigraði með yfirburðum í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í Egyptalandi. Mubarak hlaut 88,6% atkvæða og hefur því brátt sitt fimmta kjörtímabil sem forseti. Kjörsókn var mjög dræm eins og við var búist, eða rétt um 23%. Andstæðingar Mubaraks fullyrða að kosningastarfsmenn hafi skipað kjósendum að kjósa forsetann eða mútað þeim til þess. Óháðir eftirlitsaðilar eiga enn eftir að gefa skýrslu um kosningarnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×