Innlent

Íkveikjur í borginni í rannsókn

Lögregla rannsakar enn íkveikjur í Reykjavík um síðustu helgi með tilliti til þess hvort brennuvargur eða brennuvargar hafi verið á ferð. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir íkveikjurannsóknir þess eðlis að það borgi sig að gefa sem minnst upp um gang þeirra meðan á þeim stendur. Einn hefur verið handtekinn í tengslum við brunana, en sá var tekinn aðfararnótt mánudags grunaður um að hafa kveikt í rusli í porti við skemmtistaðinn Pravda í Austurstræti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×