Ákæruvaldið ávítað 7. september 2005 00:01 Gefið hefur á bátinn hjá Jóni H. Snorrasyni saksóknara í dómstólum síðustu daga. Síðast sendu dómendur í Baugsmálinu svokallaða, einhverju umfangsmesta máli sem embætti efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hefur tekist á við, frá sér bréf þar sem bent er á að svo miklir annmarkar séu á fjölda ákæra í málinu að hætt sé við að þeim verði vísað frá dómi. Þá var fyrr í vikunni tekið fyrir í Héraðsdómi annað umfangsmikið mál á vegum Ríkislögreglustjóra, en það er málarekstur vegna fjölda fyrirtækja tengdum Frjálsri fjölmiðlun. Þar er hluti ákæra einnig í uppnámi eftir að vart varð við villur í ákærunni sem er í mörgum liðum. Lögmaður sem blaðið talaði við sagði um svokallaða "copy/paste" villu að ræða, upplýsingar höfðu verið færðar inn í skjalið á rangan stað. Slíkar villur er alla jafna hægt að laga með framhaldsákæru, en hún er gefin út þegar í ljós koma augljósar innsláttarvillur, eða annað slíkt í ákærum. Lagaramminn til leiðréttinga með slíkum ákærum er hins vegar þröngur og meðal annars er útgáfu framhaldsákæra sett tímamörk, en þær þurfa að koma fram innan við þremur vikum eftir að bent er á mistökin. Saksóknara tókst ekki að halda sig innan þeirra tímamarka og því óvíst hvort dómurinn taki við framhaldsákærunni. Verði henni vísað frá getur verið að hluti ákæra í því máli sé ónýtur. Þá eru fleiri stór mál þar sem ákæruvaldið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að sinna ekki rannsókn mála sem skyldi. Skemmst er að minnast stóra málverkafölsunarmálsins, en í maí í fyrra voru þeir Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson sýknaðir í Hæstarétti, en Héraðsdómur hafði árið áður dæmt báða í nokkurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Meirihluti Hæstaréttar gagnrýndi þá að ekki skyldu kallaðir til óháðir sérfræðingar til að meta málverkin sem talin voru fölsuð, í stað þess að notast við sérfræðinga sem tengdust Listasafni Íslands, en það var einn kærenda í málinu. Sömuleiðis taldi Hæstiréttur slíka annmarka á rannsókn á meintum brotum Gunnars Arnar Kristjánssonar, fyrrum forstjóra SÍF og endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna, á lögum um endurskoðendur, að því máli var vísað frá dómi í maí síðast liðnum. Eins sagði dómurinn að verknaðarlýsing í ákærunni hefði verið verulegum annmörkum háð. Gunnar Örn var ákærður fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi þegar Lárus Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Tryggingasjóðsins, dró sér tæpar 76 milljónir króna úr sjóðnum á tæpum áratug. Lárus var í fyrra dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til endurgreiðslu tæplega 47,6 milljóna króna. Gunnar Örn var hins vegar sýknaður í nóvember í fyrra af Héraðsdómi Reykjavíkur og þeim dómi áfrýjaði ríkissaksóknari. Sökum þess að máli Gunnars Arnar var vísað frá í Hæstarétti getur lögregla tekið það upp og hafið málarekstur að nýju. Ákvörðun um það hefur hins vegar ekki enn verið tekin, að sögn Boga Nilssonar, ríkissaksóknara. "Það er Ríkislögreglustjóra að ákveða það," segir hann. "Það geta alltaf verið ágreiningsatriði hvað mál liggja vel fyrir," segir Bogi og rifjar upp að í málverkafölsunarmálinu hafi hæstaréttardómarar ekki verið sammála um niðurstöðuna. "Ýmis álitaefni geta komið upp, en alltaf er lögð mikil áhersla á að vanda sem best til verka. Það á náttúrlega enginn að ákæra fyrr en málið liggur þannig fyrir að unnt sé að taka slíka ákvörðun." Hann áréttar að það sem snúi að Ríkissaksóknaraembættinu sé fagleg hlið mála, en embættið sjái ekki um mannaráðningar eða mannahald hjá öðrum handhöfum ákæruvalds. "Sú hlið er sífellt til skoðunar og rædd reglulega á fundum hjá Ríkissaksóknara og menn sækja alls konar ráðstefnur og fundi á því sviði," segir hann, en bætir við að embættið hafi þó ekki tök á því að fara yfir öll mál sem fyrir dómstóla fara. "En stundum er samt spurst fyrir um, eða leitað skýringa á einhverjum atriðum," segir Bogi og áréttar að saksókn mála sé svið sem hafi nokkra sérstöðu enda sé málaflokkurinn erfiður. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Gefið hefur á bátinn hjá Jóni H. Snorrasyni saksóknara í dómstólum síðustu daga. Síðast sendu dómendur í Baugsmálinu svokallaða, einhverju umfangsmesta máli sem embætti efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hefur tekist á við, frá sér bréf þar sem bent er á að svo miklir annmarkar séu á fjölda ákæra í málinu að hætt sé við að þeim verði vísað frá dómi. Þá var fyrr í vikunni tekið fyrir í Héraðsdómi annað umfangsmikið mál á vegum Ríkislögreglustjóra, en það er málarekstur vegna fjölda fyrirtækja tengdum Frjálsri fjölmiðlun. Þar er hluti ákæra einnig í uppnámi eftir að vart varð við villur í ákærunni sem er í mörgum liðum. Lögmaður sem blaðið talaði við sagði um svokallaða "copy/paste" villu að ræða, upplýsingar höfðu verið færðar inn í skjalið á rangan stað. Slíkar villur er alla jafna hægt að laga með framhaldsákæru, en hún er gefin út þegar í ljós koma augljósar innsláttarvillur, eða annað slíkt í ákærum. Lagaramminn til leiðréttinga með slíkum ákærum er hins vegar þröngur og meðal annars er útgáfu framhaldsákæra sett tímamörk, en þær þurfa að koma fram innan við þremur vikum eftir að bent er á mistökin. Saksóknara tókst ekki að halda sig innan þeirra tímamarka og því óvíst hvort dómurinn taki við framhaldsákærunni. Verði henni vísað frá getur verið að hluti ákæra í því máli sé ónýtur. Þá eru fleiri stór mál þar sem ákæruvaldið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að sinna ekki rannsókn mála sem skyldi. Skemmst er að minnast stóra málverkafölsunarmálsins, en í maí í fyrra voru þeir Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson sýknaðir í Hæstarétti, en Héraðsdómur hafði árið áður dæmt báða í nokkurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Meirihluti Hæstaréttar gagnrýndi þá að ekki skyldu kallaðir til óháðir sérfræðingar til að meta málverkin sem talin voru fölsuð, í stað þess að notast við sérfræðinga sem tengdust Listasafni Íslands, en það var einn kærenda í málinu. Sömuleiðis taldi Hæstiréttur slíka annmarka á rannsókn á meintum brotum Gunnars Arnar Kristjánssonar, fyrrum forstjóra SÍF og endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna, á lögum um endurskoðendur, að því máli var vísað frá dómi í maí síðast liðnum. Eins sagði dómurinn að verknaðarlýsing í ákærunni hefði verið verulegum annmörkum háð. Gunnar Örn var ákærður fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi þegar Lárus Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Tryggingasjóðsins, dró sér tæpar 76 milljónir króna úr sjóðnum á tæpum áratug. Lárus var í fyrra dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til endurgreiðslu tæplega 47,6 milljóna króna. Gunnar Örn var hins vegar sýknaður í nóvember í fyrra af Héraðsdómi Reykjavíkur og þeim dómi áfrýjaði ríkissaksóknari. Sökum þess að máli Gunnars Arnar var vísað frá í Hæstarétti getur lögregla tekið það upp og hafið málarekstur að nýju. Ákvörðun um það hefur hins vegar ekki enn verið tekin, að sögn Boga Nilssonar, ríkissaksóknara. "Það er Ríkislögreglustjóra að ákveða það," segir hann. "Það geta alltaf verið ágreiningsatriði hvað mál liggja vel fyrir," segir Bogi og rifjar upp að í málverkafölsunarmálinu hafi hæstaréttardómarar ekki verið sammála um niðurstöðuna. "Ýmis álitaefni geta komið upp, en alltaf er lögð mikil áhersla á að vanda sem best til verka. Það á náttúrlega enginn að ákæra fyrr en málið liggur þannig fyrir að unnt sé að taka slíka ákvörðun." Hann áréttar að það sem snúi að Ríkissaksóknaraembættinu sé fagleg hlið mála, en embættið sjái ekki um mannaráðningar eða mannahald hjá öðrum handhöfum ákæruvalds. "Sú hlið er sífellt til skoðunar og rædd reglulega á fundum hjá Ríkissaksóknara og menn sækja alls konar ráðstefnur og fundi á því sviði," segir hann, en bætir við að embættið hafi þó ekki tök á því að fara yfir öll mál sem fyrir dómstóla fara. "En stundum er samt spurst fyrir um, eða leitað skýringa á einhverjum atriðum," segir Bogi og áréttar að saksókn mála sé svið sem hafi nokkra sérstöðu enda sé málaflokkurinn erfiður.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira