Hörð átök milli lækna og stjórnar 7. september 2005 00:01 Ágreiningur og átök eru uppi milli einstakra lækna í sérfræðigreinum og stjórnenda á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp störfum, mál annars eru í höndum lögfræðings og hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, hefur sent yfirstjórn spítalans bréf vegna ágreiningsmála, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. "Ég get staðfest það," sagði Helgi H. Sigurðsson sérfræðingur í æðaskurðlækngum á LSH, þegar Fréttablaðið spurði hann hvort hann hefði sagt starfi sínu lausu. Helgi segir meginástæðu uppsagnar sinnar vera óstjórn og yfirgangssemi framkvæmdastjórnar lækninga gagnvart forystumönnum í læknastétt, svo og ósveigjanleiki hennar varðandi þá kröfu að yfirlæknar megi ekki sinna sjúklingum utan spítalans. "Ég tel að meiri hluti þeirra deilna sem uppi hafa verið á spítalanum frá sameiningu megi rekja til ósveigjanleika yfirstjórnarinnar í þessari stefnu," segir Helgi og nefnir nokkur dæmi þar sem árekstrar hafa orðið milli yfirstjórnar og tiltekinna lækna, sem meðal annars hafa endað í málaferlum sem enn standa yfir. Sjálfur sagði Helgi upp 1. september. "Það er gerð sú krafa til yfirmanna á Landspítala er að þeir afsali sér samningi við Tryggingastofnun," segir Helgi. "En það eru engar reglur um að þeir megi ekki gera annað, svo sem sitja í stjórnum, stunda kennslu og svo framvegis. Ég er ekki sáttur við stefnu framkvæmdastjórnar lækninga í starfsmannamálum, né viðhorfs hennar til fagstéttar sem skurðlæknar eru. Dropinn sem fyllti mælinn í mínu tilviki var tilkoma stimpilklukku skurðlækna. Þjónusta þeirra er ekki mæld í mínútum heldur af verkum þeirra." Helgi segir málið á viðkvæmu stigi þar sem viðræður séu í gangi milli hans og framkvæmdastjóra lækninga á LSH. Hann hafi ekki tekið ákvörðum um framhald starfs almennt, en muni athuga það í rólegheitum. Til greina komi að fara til starfa erlendis. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Ágreiningur og átök eru uppi milli einstakra lækna í sérfræðigreinum og stjórnenda á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp störfum, mál annars eru í höndum lögfræðings og hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, hefur sent yfirstjórn spítalans bréf vegna ágreiningsmála, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. "Ég get staðfest það," sagði Helgi H. Sigurðsson sérfræðingur í æðaskurðlækngum á LSH, þegar Fréttablaðið spurði hann hvort hann hefði sagt starfi sínu lausu. Helgi segir meginástæðu uppsagnar sinnar vera óstjórn og yfirgangssemi framkvæmdastjórnar lækninga gagnvart forystumönnum í læknastétt, svo og ósveigjanleiki hennar varðandi þá kröfu að yfirlæknar megi ekki sinna sjúklingum utan spítalans. "Ég tel að meiri hluti þeirra deilna sem uppi hafa verið á spítalanum frá sameiningu megi rekja til ósveigjanleika yfirstjórnarinnar í þessari stefnu," segir Helgi og nefnir nokkur dæmi þar sem árekstrar hafa orðið milli yfirstjórnar og tiltekinna lækna, sem meðal annars hafa endað í málaferlum sem enn standa yfir. Sjálfur sagði Helgi upp 1. september. "Það er gerð sú krafa til yfirmanna á Landspítala er að þeir afsali sér samningi við Tryggingastofnun," segir Helgi. "En það eru engar reglur um að þeir megi ekki gera annað, svo sem sitja í stjórnum, stunda kennslu og svo framvegis. Ég er ekki sáttur við stefnu framkvæmdastjórnar lækninga í starfsmannamálum, né viðhorfs hennar til fagstéttar sem skurðlæknar eru. Dropinn sem fyllti mælinn í mínu tilviki var tilkoma stimpilklukku skurðlækna. Þjónusta þeirra er ekki mæld í mínútum heldur af verkum þeirra." Helgi segir málið á viðkvæmu stigi þar sem viðræður séu í gangi milli hans og framkvæmdastjóra lækninga á LSH. Hann hafi ekki tekið ákvörðum um framhald starfs almennt, en muni athuga það í rólegheitum. Til greina komi að fara til starfa erlendis.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira