Sport

Góður sigur Íslands á Búlgaríu

Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann frækinn sigur á Búlgörum 3-1 í Sofia í dag. Búlgarska liðið tók forystu í leiknum eftir um klukkutíma leik, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri frá 44. mínútu. Íslenska liðið tók sig þó saman í andlitinu og Pálmi Rafn Pálmason sem jafnaði leikinn fyrir íslenska liðið á 59. mínútu og Emil Hallfreðsson kom liðinu yfir aðeins tveimur mínútum síðar og þriðja markið kom svo í uppbótartíma, en þar var að verki Garðar Gunnlaugsson. Leikurinn var mjög harður og sagðist Eyjólfur Sverrisson vera mjög ánægður með úrslitin. "Ég er mjög stoltur af strákunum eftir þennan sigur í dag og sáttur við að vinna hérna án sex leikmanna sem átt hafa fast sæti í liðinu," sagði Eyjólfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×